Í samræmi við samkomulag ASÍ og SA frá 22. janúar s.l. hækka launataxtar á almennum markaði um kr. 11.000 þann 1. febrúar og almenn laun um 3,25%. Kostnaðarliðir og reiknitölur hækka að sama skapi. Laun starfsmanna hjá ríkinu og sveitarfélögum hækka þann 1. mars n.k.