Electronic voting on strike action

Dear union member Electronic voting is now open on strike action. The negotiators with SA (The Federation of Icelandic Employers) about a new wage contract have come to a full stop. Those members in unions affiliated with Samidn (Federation of Skilled Construction and Industrial Workers) and work on the basis of collective wage agreement between Samiðn on behalf of member …

Greiðsla orlofsuppbótar

Talsvert hefur verið um fyrirspurnir hvernig haga skuli greiðslu orlofsuppbótar fyrir þá félagsmenn sem fylgja kjarasamningum sem runnið hafa út og ekki verið endurnýjaðir.  Því er til að svara að Samiðn mælist til þess að miðað verði við umsamda orlofsuppbót sem tilgreind var í síðasta kjarasamningi.  Verði samið um hærri fjárhæð í yfirstandandi samningaviðræðum verði mismunurinn greiddur við næstu reglulegu …

Kosið um verkfall 10.-16. júní og 24. ágúst

Samiðn ásamt VM – Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, MATVÍS, Rafiðnaðarsambandi Íslands, Grafíu –(FBM) stéttarfélagi í prent- og miðlunargreinum og Félagi hársnyrtisveina hafa ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun sem yrði með eftirfarandi hætti: Tímabundið verkfall dagana 10. t.o.m 16. júní 2015 og ótímabundið verkfall sem hefst þann 24. ágúst 2015. Verði verkföllin samþykkt munu þau taka til þeirra félagsmanna …

Viðræður árangurslausar – kosið um verkfallsheimild

Fulltrúar Samiðnar, Rafiðnaðarsambands Íslands, Matvís, Grafíu – stéttarfélags í prent- og miðlunargreinum, Félags hársnyrtisveina og Félags vélstjóra og málmtæknimanna hafa á undanförnum vikum átt í viðræðum við SA um endurnýjun kjarasamninga. Á fundi viðræðunefndar með fulltrúum SA í dag var niðurstaðan að það hefði ekki tilgang að halda viðræðum áfram vegna árangursleysis og mikil ágreinings um launalið samninga. Viðræðunefndin beinir …

„Látum af þeim ósið að almennt launafólk þurfi að vinna mikla yfirvinnu til að geta boðið sér og sínum mannsæmandi lífskjör“

Í ræðu Hilmars Harðarsonar, formanns Samiðnar á Ingólfstogi í dag, hvatti hann atvinnurekendur og stjórnvöld til að horfast í augu við að almenningur og sérstaklega ungt fólk, sættir sig ekki við að búa við lakari lífskjör en bjóðast á nágrannalöndunum.  Ungt fólk þarf að geta stofnað heimili og lifað mannsæmandi fjölskyldulífi á dagvinnulaunum. Ræðuna má sjá hér að neðan. Ágætu …

Við berjumst fyrir réttlátu samfélagi og viljum tryggja öllum jöfn tækifæri

Haldnir hafa verið þrír formlegir fundir undir stjórn sáttasemjara eftir að SA vísaði kjaradeilu iðnaðarmannasamfélagsins til sáttasemjara. Þrátt fyrir að fundirnir hafi litlu skilað hefur viðræðum ekki verið slitið. Á fundinum í gær gerði sáttasemjari tillögu um að settur yrði á laggirnar vinnuhópur til að skoða vinnutíma og kauptaxtakerfi. En eins og kunnugt er hafa iðnaðarmenn lagt mikla áherslu á …

Viðræðum haldið áfram

Iðnaðarmannasamfélagið átti í dag fund með fulltrúum SA þar sem farið var yfir kröfugerðina.  Niðurstaða fundarins var að halda viðræðum áfram og skipa starfshópa um einstök verkefni.  Engar ákvarðanir hafa verið teknar um boðun verkfalls en þetta var fjórði formlegi fundurinn með fulltrúum SA. 

1. maí – Jöfnuður býr til betra samfélag

Hátíðarhöld á baráttudegi verkalýðsins 1. maí verða með hefðbundnum hætti um land allt með tilheyrandi kröfugöngum, útifundum og kaffisamsætum stéttarfélaganna.  Hátíðarhöldin í Reykjavík hefjast kl. 13:30 með kröfugöngu frá Hlemmi að Ingólfstorgi þar sem haldinn verður útifundur og að honum loknum bjóða stéttarfölögin í 1. maí kaffi.  Byggiðn og FIT bjóða félagsmönnum sínum á Grand hótel við Sigtún (Gullteigur).  Þess …

Samtök atvinnulífsins slíta kjaraviðræðum og vísa deilunni til sáttasemjara

Í dag vísuðu Samtök atvinnulífsins kjaraviðræðum Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins til sáttasemjara ríkisins. Með þessari ákvörðun hafa Samtök atvinnulifsins slitið viðræðum sem staðið hafa yfir síðustu vikurnar og er nú svo komið að búið er að vísa kjaraviðræðum stærsta hluta aðildafélaga ASÍ til sáttasemjara og mun hann framvegis stýra vinnunni. Þessi staðreynd að SA slítur einhliða viðræðum og vísar kallar …

Þolinmæði fólks er á þrotum

Fátt bendir til að páskahátíðin hafi breytt miklu varðandi endurnýjun kjarasamninga. Afstaða SA og ríkisstjórnarinnar er óbreytt varðandi launahækkanir og því situr allt fast. Að öllu óbreyttu stefnir í víðtækustu verkfallsaðgerðir um langt árabil og er hætt við að þær verði bæði víðtækar og langvinnar. Til að hægt sé að afstýra því að samfélagið logi endanna á milli í verkföllum …