Fulltrúar Samiðnar, Rafiðnaðarsambands Íslands, Matvís, Grafíu – stéttarfélags í prent- og miðlunargreinum, Félags hársnyrtisveina og Félags vélstjóra og málmtæknimanna hafa á undanförnum vikum átt í viðræðum við SA um endurnýjun kjarasamninga. Á fundi viðræðunefndar með fulltrúum SA í dag var niðurstaðan að það hefði ekki tilgang að halda viðræðum áfram vegna árangursleysis og mikil ágreinings um launalið samninga.
Viðræðunefndin beinir því til stéttarfélaganna að þau hefji nú þegar undirbúning að atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna um verkfallsheimild.