Kjarasamningur undirritaður við Samband garðyrkjubænda

Nýr kjarasamningur var undirritaður í dag á milli Samiðnar f.h. aðildarfélaga og Sambands garðyrkjubænda.  Samningurinn er á sömu nótum og þeir kjarasamningar sem Samiðn hefur undirritað undanfarna daga. Sjá samninginn.

Nýr kjarasamningur við Félag pípulagningameistara

Samiðn f.h. aðildarfélaga undirritaði í dag nýjan kjarasamning við Félag pípulagningameistara.  Samningurinn er af sama toga og þeir kjarasamningar sem Samiðn hefur undirritað nú síðustu daga. Sjá samninginn.

Kjarasamningar undirritaðir við Bílgreinasambandið og meistarafélög innan Samtaka iðnaðarins

Samiðn f.h. aðildarfélaga undirritaði í dag nýja kjarasamninga við Bílgreinasambandið og meistarafélög í byggingariðnaði innan Samtaka iðnaðarins.  Samningarnir eru í stórum dráttum samhljóða kjarasamningnum sem undirritaður var við SA í gær og öðrum samningum sem undirritaðir hafa verið á almennum vinnumarkaði. Sjá samninginn við BGS Sjá samninginn við meistarafélögin innan SI

Nýir kjarasamningar – samantekt

Hér að neðan má sjá alla þá kjarasamninga sem Samiðn hefur undirritað á árinu f.h. aðildarfélaga: > Sjá samninginn við Samtök atvinnulífsins > Sjá samninginn við Bílgreinasambandið > Sjá samninginn við meistarafélög í byggingariðnaði innan Samtaka iðnaðarins > Sjá samninginn við Félag pípulagningameistara        Sjá breytingar frá 17052015. > Sjá samninginn við Samband garðyrkjubænda > Sjá samning við OR-ON > Sjá samning við ríkið > Samningur …

Staðan í kjaraviðræðunum

Föstudaginn 5. júní sl. var gert samkomulag í yfirstandandi kjaraviðræðum milli iðnaðarmannasamfélagsins og SA um samningsramma er lýtur að launabreytingum, samningstíma og breytingum á kauptöxtum. Einnig var gert samkomulag um að fresta verkfalli sem átti að koma til framkvæmda 10. júní sl. til kl. 24:00 þann 22. júní. Um þetta var engin ágreiningur milli iðnaðarmannafélaganna.Samninganefnd Samiðnar var einróma sammála um …

Lokatörnin tekin eftir helgi

Staðan í samningagerðinni við SA stendur þannig að ekki verður skrifað undir í dag eins og gert hafði verið ráð fyrir.Lokafrágangur hefur tekið lengri tíma en ráðgert var og nú bendir allt til þess að lokatörnin verði ekki tekin fyrr en eftir helgi og er full bjartsýni á að það takist.

Verkföllum frestað til 22. júní

Síðustu daga hafa staðið yfir viðræður milli Samiðnar, MATVÍS, RSÍ, VM, Grafíu /FBM og Félags hársnyrtisveina við SA um endurnýjun kjarasamninga.Samiðn, Grafía /FBM, Félag hársnyrtisveina og SA hafa orðið sammála um að stefna að því að ljúka samningum fyrir 12. júní n.k. náist samkomulag um sérkröfur fyrir þann tíma. Samninganefndir þessara félaga og sambanda og SA hafa orðið sammála um …

Heimild til boðunar verkfalls samþykkt

Samiðn ásamt félögum iðnaðarmanna sem eru í samstarfi um endurnýjun á almenna kjarasamningnum við Samtök atvinnulífsins, þ.e. MATVÍS, Grafía/FBM, VM, Félag hársnyrtisveina og aðildarfélög RSÍ, samþykktu í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sinna heimild til verkfallsboðunar.Atkvæðagreiðslunni lauk í dag kl. 10:00.Kosningarnar náðu til 10.499 félagsmanna í 25 stéttarfélögum og var kosningaþátttakan 44,6%.Samþykkt var að boða til verkfalla í öllum stéttarfélögunum sem hæfust …

Nýgerðir kjarasamningar duga ekki til

Samiðn ásamt MATVÍS, Grafíu (FBM), VM, Félagi hársnyrtisveina og RSÍ telja að þeir kjarasamningar sem undirritaðir voru í dag komi ekki nægjanlega til móts við framlagðar kröfur og hefur því sáttasemjari boðað til fundar n.k þriðjudag. Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna um heimild til verkfallsboðunar og lýkur henni kl. 10:00 n.k mánudag

Okkur hefur ekki tekist !!!

Mikil umræða og umfjöllun er um endurnýjun kjarasamninga og verkföll því tengd. Minni umfjöllun er um hvers vegna erum við komin í þá stöðu sem við erum í,  það er að verkföll eru skollin á og munu skella á með  meiri þunga á næstu dögum ef ekki tekst að semja. Sú mikla reiði almennings sem m.a birtist í kröfum stéttarfélaganna …