Launareiknivél

Tengillinn hér að neðan vísar á launareiknivél þar sem reikna má laun (tímalaun, mánaðarlaun eða pakkalaun) út frá unnum tíma. >>> Launareiknivél

Úrræði stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins

Samiðn fagnar þeim úrræðum sem stjórnvöld hafa gripið til vegna kórónuveirufaldsins, m.a. hlutabótaleiðinni sem ætlað er að tryggja ráðningarsamband við launþega.  Að sama skapi telur Samiðn það forkastanlegt að fyrirtæki séu að nýta sér umrædda leið ef þau þurfa ekki á henni að halda.  Fyrirtæki sem greiða út arðgreiðslu og kaupa upp eigin bréf og nýta sér um leið umrædd …

Höfum opnað að nýju!

Það er okkur ánægja að tilkynna að við höfum opnað húsakynni okkar að nýju á Stórhöfðanum „2F Hús Fagfélaganna.“  Opnunartími er líkt og áður frá kl. 8-16 nema föstudaga 8-15. Minnum á reglur sóttvarnarlæknis um umgengni og handþvott >> sjá hér.

Leiðbeiningar fyrir iðnaðarmenn vegna COVID-19

Embætti landlæknis hefur gefið út leiðbeiningar til aðila sem sinna þjónustu, eftirliti og viðgerðum á heimilum eða í fyrirtækjum. Gátlisti útsendra starfsmanna vegna COVID-19 Með útsendum starfsmönnum er sérstaklega átt við alla starfsmenn er veita þjónustu við almenning á heimilum þeirra eða í fyrirtækjum. Þegar hætta er talin á smiti af völdum kórónaveiru (COVID-19) þarf útsendur starfsmaður að: > Þekkja …

Hlutastarf – Covid 19

Helstu efnisatrið laganna og túlkun þeirra – English / Polish below Markmiðið er að fyrirtæki haldi starfsfólki í starfi eins og kostur er frekar en að það komi til uppsagna. Viðhald ráðningarsambandsins er verðmætt fyrir launafólk og fyrirtæki. Mikilvægt er að verja launafólk vegna tímabundins samdráttar í atvinnulífinu þannig að einstaklingar verði fyrir sem minnstum skaða, bæði fjárhagslegum og félagslegum. …

Stjórnvöld hraði innviðauppbyggingu

Miðstjórn Samiðnar samþykkti á fundi sínum 30. mars eftirfarandi ályktun þar sem stjórnvöld eru hvött til atvinnuskapandi verkefna svo mæta megi þeirri ágjöf sem gengur yfir atvinnulífið: „Á tímum samdráttar er mikilvægt að stjórnvöld horfi til verkefna sem stuðla að atvinnusköpun sem flestra. Ljóst er að mörg verkefni koma þar til greina, bæði á sviði samgöngumála og mannvirkjagerðar. Nú er …

LOKAÐ / CLOSED / ZAMKNIĘTE

Vegna tilmæla frá lögreglu- og heilbrigðisyfirvöldum er skrifstofan lokuð um óákveðinn tíma frá og með 23. mars og verður þjónusta við félagsmenn einungis veitt með rafrænum hætti.  >> Frekari upplýsingar fást í síma 5400100 eða postur@samidn.is  In light of the recommendations issued by the Icelandic authorities the Office is closed from 23rd of March until further notice.  Members will only be …

COVID-19 og samdráttur á vinnumarkaði

Alþýðusamband Íslands hefur tekið saman það helsta sem snertir launafólk ef það þarf í sóttkví eða verður sagt upp störfum sökum samdráttar: >> Covid-19 spurt og svarað Aðgerðir vegna samdráttar á vinnumarkaðiMikil óvissa ríkir nú á íslenskum vinnumarkaði eftir að lýst hefur verið yfir heimsfaraldri vegna kórónuveirunnar. Nú þegar hefur orðið mikill samdráttur í ferðaþjónustu og tengdum atvinnugreinum og stöðugt …

Breytingar á kjörum

Breyting 1. janúar 2020 Sjá launareiknivél Öll dagvinnulaun hækka um a.m.k. kr. 15.750 Lágmarkslaun sveina verða kr. 454.756,- hjá RSÍ, Samiðn, VM og FHS. Tímakaup hækkar a.m.k. um 98,5 kr. pr. tíma miðað við 160 klst á mánuði eða 101 kr. pr. tíma miðað við 156 klst á mánuði. Kauptaxtar hækka sérstaklega í samræmi við kjarasamninga. Þeir eru breytilegir eftir …

Fjarvist frá vinnu vegna COVID-19 fellur undir veikindarétt

Að gefnu tilefni vill Alþýðusamband Íslands taka fram, að launafólk sem sett er í sóttkví eða sem gert er að læknisráði að halda sig heima við og umgangast ekki vinnufélaga eða annað fólk í umhverfi sínu vegna þess það sé annað af tvennu sýkt af COVID-19 eða sé hugsanlegir smitberar hans, er að mati ASÍ óvinnufært vegna sjúkdóms eða vegna …