Orlofsuppbótin 2021

Orlofsuppbótin, að meðtöldu orlofi, greiðist þann 1.júní miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu (01.05.-30.04), öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30. apríl eða eru í starfi 1.maí. Orlofsuppbótin er kr. 52.000. Húsasmiðir og pípulagningamenn í ákvæðisvinnu fá greidda orlofsuppbót líkt og aðrir. Iðnnemar í fullu starfi hjá …

Mikilvægi þess að velja rétt

Að undanförnu hefur mikil umræða verið um rakavandamál í byggingariðnaði, sér í lagi um myglu og áhrif hennar á líf okkar. Er það mjög þörf umræða enda eru þess mörg dæmi að upp hafi komið alvarleg heilsufarsleg vandamál í tengslum við myglu. Þá hefur komið til mikið fjárhagslegt tjón vegna myglu og annarra atriða sem tengjast henni. Auðvitað getur margt …

Betur má ef duga skal

Hagfræðideild Landsbanka Íslands var að birta upplýsingar um að verulega hefði hægt á íbúðauppbyggingu samkvæmt VSK-skýrslum fyrir uppgjörstímabilið júlí til ágúst. Landsbankinn bendir á að frá lokum síðasta árs hefur mælst samdráttur í byggingariðnaði og hefur hann aukist eftir að Covid-19 faraldurinn skall á. Að samdrátturinn sé þó minni í sérhæfðari byggingarstarfsemi en í þróun og byggingu húsnæðis. Telur bankinn …

Framkvæmdastjóri Samiðnar í viðtali

Framkvæmdastjóri Samiðnar Elmar Hallgríms Hallgrímsson var í viðtali hjá Samfélaginu á Rás 1. Þar var m.a. farið yfir verkefnastöðu iðnaðarmanna um þessar mundir, mikilvægi átaksins „Allir vinna“ og hvatningu til stjórnvalda að fara í auknar framkvæmdir. Hlusta má á viðtalið hér – Samfélagið Rás 1

Samskiptin rafræn

Vegna hertra sóttvarnaraðgerða er móttaka skrifstofu Samiðnar lokuð um óákveðinn tíma og einungis tekið við erindum í gegnum síma og tölvupóst. Sími – 5400100Tölvupóstur – postur@samidn.is

Betur má ef duga skal

Í síðustu viku vakti Hagfræðideild Landsbankans athygli á því að fjárfestingartölur hins opinbera eru í ekki samræmi við yfirlýsingar stjórnvalda. Þar kemur m.a. fram að fjárfesting ríkissjóðs hafi minnkað um 17,1% milli fyrri árshelminga 2019 og 2020 og fjárfesting sveitarfélaganna um 9%. Eru þetta mikil vonbrigði enda hafa stjórnvöld marglýst því yfir að gefa eigi verulega í hvað varðar fjárfestingar …

Átakið „Allir vinna“ hefur sannað sig

Hilmar Harðarson formaður Samiðnar ritar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann rekur mikilvægi átaksins „Allir vinna“ fyrir bæði fólk og fyrirtæki og mikilvægi þess að það nái einnig yfir skráningarskild ökutæki.  Átakið sé ekki síst neytendum til hagsbóta því fólk leitar nú frekar til faglærðra varðandi endurbætur og viðhald í stað „svarta hagkerfisins“.  Tæplega 3.500 umsóknir hafa verið …

Lögfræðingur óskast til starfa

Lögfræðingur óskast til starfa hjá 2F Húsi Fagfélaganna. Helstu verkefni eru að veita ráðgjöf varðandi túlkun ráðningarsamninga, kjarasamninga og laga. Aðkoma að vinnu starfshópa á vegum iðnaðarmannasamfélagsins, þátttaka í kjaraviðræðum, umsagnir og málarekstur þegar svo ber undir.Gerð er krafa um að umsækjendur hafi lokið meistaraprófi í lögfræði og æskilegt er að hafa málflutningsréttindi. Þekking og reynsla af vinnumarkaðsmálum er kostur.Um er að ræða nýtt og …

Góð verkefnastaða en óvissa framundan

Verkefnastaða iðnaðarmanna hefur verið góð í sumar en eins og hjá öðrum er óvissan inn í veturinn nokkur. Verkefnið “Allir vinna” hefur haft þar mikil áhrif þar sem það felur í sér fulla endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna vinnu við margvíslegar framkvæmdir, svo sem byggingarframkvæmdir og bílaviðgerðir.  Samiðn mun óska eftir að því verkefni verði framhaldið en það á að öllu …

Nýtt verkfæragjald blikksmiða

Samkvæmt kjarasamningi Samiðnar og SA breytist verkfæragjald blikksmiða þann 1. janúar og 1. júlí ár hvert til samræmis við breytingu á byggingarvísitölu. Vegna ákvæða um styttingu vinnuvikunnar breytist verkfæragjaldið úr kr. 180,10 (01.04.2020) í kr. 181,62 1. júlí miðað við 37 virkar vinnustundir á viku. Sjá nánar bókun í kjarasamningi bls. 92.