Varhugaverðar hækkanir

Varhugaverðar hækkanir á á fasteignamarkaði Samkvæmt nýbirtri skýrslu Íslandsbanka hækkaði íbúðarverð á höfuðborgarsvæðinu um 1,6% í mars á milli mánaða. Þar kemur fram að þetta sé mesta hækkun á íbúðarverði síðan árið 2017. Tekið er fram að 12 mánaða hækkun mælist nú 8,9% en hafi verið 7,3% í febrúar. Ef horft er til raunhækkunar að þá nemur hún 4,6%. Íslandsbanki …

Betur má ef duga skal

Menntamálastofnun birti nýlega samantekt um umsóknir, innritun og nemendafjölda í framhaldsskólum á vorönn 2021. Þar er m.a. verið að fjalla um starfsnám en undir þá skilgreiningu í samantektinni falla iðngreinar sem kenndar eru í framhaldsskólum hér á landi. Í samantektinni kemur m.a. fram að umsóknir í starfsnám voru 52,2% af heildarfjölda umsókna í framhaldsskóla en að sama skapi var höfnunarhlutfallið …

Dagpeningar – innanlands

VERK SEM STANDA SKEMUR EN 5 DAGA OG LAUNAGREIÐANDI ÚTVEGAR EKKI FÆÐI 1. febrúar 2024 Ein máltíð 4.103 Tvær máltíðir 8.208 1. nóvember 2022 Ein máltíð 3.974 kr.Tvær máltíðir 7.950 kr. 1. janúar 2020 Ein máltíð 3.603 kr.Tvær máltíðir 7.206 kr. Ef verk standa 5 daga eða lengur 1. apríl 2019 Ein máltíð 3.515 kr.Tvær máltíðir 7.030 kr. Ef verk …

Atkvæðagreiðsla

um yfirvinnuálag starfsfólks Landsvirkjunar Atkvæðagreiðsla um yfirvinnuálag starfsfólks Landsvirkjunar þar sem kosið er um eitt yfirvinnuálag 1,08% af mánaðarlaunum eða tvö yfirvinnuálög 1,0% og 1,15% af mánaðarlaunum.

Ályktanir sambandsstjórnar

Á fundi sambandsstjórnar sem haldinn var í Hannesarholti (og í fjarfundi) voru samþykktar tvær ályktanir sem annars vegar lúta að hvatningu til stjórnvalda um að ganga lengra til stuðnings þeim sem misst hafa vinnu og lent í fjárhagserfiðleikum og hins vegar átakinu „Allir vinna“ og mikilvægi þess til efnahagslegrar viðspyrnu.  Sambandsstjórnin telur mikilvægt að átakinu verði fram haldið og sveitarfélögin …

Keyrum þetta í gang

Við áramót er oft á tíðum horft um öxl yfir árið sem er að líða en ekki síður fram á veginn. Ljóst er að árið 2020 verður okkur öllum minnistætt og nú þegar byrjað er að bólusetja heimsbyggðina eru bjartari tímar framundan. Ríkisstjórnin fékk stórt verkefni í fangið þegar Covid-19 veiran byrjaði að herja á landsmenn og var gripið til …

Iðnfélögin styrkja Rauða krossinn

Iðnfélögin í Húsi Fagfélaganna veittu innanlandsstarfi Rauða kross Íslands fjárstuðning fyrir jólin en með því vilja Byggiðn, FIT, RSÍ, MATVÍS og Samiðn veita þeim stuðning fyrir jólahátíðina sem höllum fæti standa í samfélaginu.  Aðstoðin felst í fjárstyrkjum, matarúthlutunum og fatakortum eftir því sem við á. Iðnfélögin sem standa að Húsi Fagfélaganna eru nú að ljúka sínu fyrsta starfsári í sameiginlegu húsnæði og …

Ályktanir miðstjórnar

um skýrslu OECD og opinberar framkvæmdir Miðstjórn Samiðnar harmar að ekki var haft samráð við félög iðnaðarmanna við gerð skýrslu OECD sem m.a. fjallar um iðnlöggjöfina þó augljóst sé að iðnaðarmenn hafi beinna hagsmuna að gæta. Miðstjórn hvetur einnig stjórnvöld til að standa við gefin fyrirheit um aukið fjármagn í opinberar framkvæmdir vegna efnahagssamdráttar sökum Covid.

Halldór Grönvold – minningarorð

Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, lést á Landspítalanum þann 18. nóvember sl. eftir stutt veikindi, 66 ára að aldri. Halldór helgaði verkalýðshreyfingunni starfsævi sína en hann hafði gríðarleg áhrif á þróun margra mikilvægra mála enda brann hann alla tíð fyrir réttindum launafólks. Halldór nam vinnumarkaðsfræði við University of Warwick á Englandi. Eftir heimkomuna starfaði hann hjá Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykjavík, …

Kapp er best með forsjá

Nýverið gaf Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) út skýrslu sem unnin var að beiðni atvinnu- og nýsköpunarráðherra sem hefur fengið töluverða athygli. Um er að ræða yfirgripsmikla skýrslu sem felur í sér margvíslegar tillögur, en markmið skýrslunnar var að gera úttekt á samkeppnismati á regluverki íslensks byggingariðnaðar og íslenskri ferðaþjónustu. Þar komu fram margvíslegar áhugaverðar tillögur sem vert er að fara …