Iðnfélögin styrkja Rauða krossinn

Iðnfélögin í Húsi Fagfélaganna veittu innanlandsstarfi Rauða kross Íslands fjárstuðning fyrir jólin en með því vilja Byggiðn, FIT, RSÍ, MATVÍS og Samiðn veita þeim stuðning fyrir jólahátíðina sem höllum fæti standa í samfélaginu.  Aðstoðin felst í fjárstyrkjum, matarúthlutunum og fatakortum eftir því sem við á.

Iðnfélögin sem standa að Húsi Fagfélaganna eru nú að ljúka sínu fyrsta starfsári í sameiginlegu húsnæði og með sameiginlega þjónustuskrifstofu. Markmiðið með nánara samstarfinu er að efla starf félaganna og auka vægi þeirra til hagsbóta fyrir félagsmenn sína og iðngreinarnar í landinu.

Við óskum Rauða krossinum velfarnaðar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla.