Samningurinn við Samtök sveitarfélaga samþykktur

Nýr kjarasamningur við Samband íslenskra sveitarfélaga var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta í rafrænni atkvæðagreiðslu sem lauk í dag.  Alls samþykktu 91,7% samninginn en 8,3% voru honum andsnúin.  Kosningaþátttaka var 52%. Sjá samninginn.

Við viljum efnahagslegan stöðugleika með lítilli verðbólgu

Nú er næstum lokið endurnýjun kjarasamninga en sú vinna hófst í lok árs 2014 og hefur staðið síðan með stuttu hléi s.l. sumar. Það skal viðurkennast að þetta langa ferli er ekki gott vinnulag en það kerfi sem við búum við leiðir þetta af sér. Á Íslandi eru gerðir ótrúlega margir kjarasamningar og margir þeirra taka til örfárra félagsmanna en …

Takk fyrir árið 2015!

Nú er árið 2015 að kveðja og nýtt ár að taka við með öllum þeim tækifærum sem það ber í skauti sér. Árið 2015 var að mörgu leyti óvenjulegt fyrir okkur sem erum að sinna málefnum stéttarfélaga. Samiðn hefur lagt ríka áherslu á að mikilvægt sé að skapa efnahagslegan stöðugleika og skapa með því forsendur til að kaupmáttur geti farið …

Gleðileg jól og farsælt komandi ár!

Stjórn og starfsfólk Samiðnar óskar félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Samiðn ásamt Byggiðn og FIT veittu nú fyrir jólin fjölskylduaðstoð Rauða krossins fjárstuðning til styrktar þeim sem minna mega sín. Skrifstofa Samiðnar verður lokuð á aðfangadag og gamlársdag.

SALEK og samningaviðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga

Árið sem brátt kveður okkur hefur einkennst af mikilli umræðu um kjaramálin og samningagerð. Segja má að kjaramálin hafi farið nokkra hringi og ekki er séð fyrir endan á því. Ekki liggur fyrir hvort næst endanlegt samkomulag um SALEK verkefnið, þrátt fyrir að búið sé að skrifa undir rammasamkomulag. Enn á eftir að leysa mörg stórmál og má þar nefna …

Samningurinn við Strætó samþykktur

Nýr kjarasamningur Samiðnar f.h. aðildarfélaga og Strætó bs með gildistíma frá 1.maí var samþykktur með afgerandi hætti eða 92% atkvæða gegn 8%.  Þátttaka í kosningunni var 100%. Sjá samninginn.

„Þetta sem ég sagði á meðan ég var í stjórnarandstöðu var allt djók“

En á ný er kominn föstudagur og vinnuvikunni að ljúka.  Staðan í kjarasamningsgerðinni er þannig eftir vikuna  að eftir er að gera kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga og finna lausn á  deilunni  í Straumsvík. Iðnaðarmenn sem starfa hjá  sveitarfélögum eru lægst launuðu iðnaðarmennirnir og því brýnt að það náist sátt um að lagfæra launin og þau verði hækkuð þannig þau …

Kjarasamningur við kirkjugarðana samþykktur

Nýr kjarasamningur við Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma með gildistíma frá 1. maí var samþykktur í atkvæðagreiðslu með 70% atkvæða gegn 30%.  Þátttaka í kosningunni var 77%. Sjá samninginn.

Það kemur að því að réttlætið hitti iðnaðarmanninn

Sæmilega hefur gengið að ganga frá kjarasamningum síðustu daga og eru þeir ýmist í atkvæðagreiðslu eða þeim lokið. Það er ánægjulegt hvað kosningaþátttaka hefur verið góða og ber að þakka fyrir það en hún hefur verið á milli 80 til 90%. Samningarnir hafa verið samþykktir með góðum meirihluta atkvæða sem er félagslega mikilvægt.Eins og staðan er núna á eftir að …