Allt um orlofið

Orlofsréttur samkvæmt kjarasamningum Samiðnar við Samtök atvinnulífsins (SA), Bílgreinasambandið (BGS) og Meistarafélög í byggingariðnaði (MB).  Starfsmaður sem öðlast hefur aukinn orlofsrétt vegna starfs hjá sama vinnuveitanda öðlast hann að nýju hjá nýjum vinnuveitanda eftir þriggja ára starf, enda hafi rétturinn verið sannreyndur. Málmgreinar og sérhæfðir starfsmenn (SA): 24 dagar 10,17% 25 dagar 10,64% eftir 5 ár í sömu starfsgrein 27 dagar …

1. maí: HÚSNÆÐISÖRYGGI – SJÁLFSÖGÐ MANNRÉTTINDI!!

Eitt af þeim málum sem gengur sem rauður þráður í gegnum sögu verkalýðsbaráttu á Íslandi í 100 ár er krafan um mannsæmandi húsnæði á sanngjörnum kjörum.  Þetta verkefni hefur komið til okkar í verkalýðshreyfingunni af fullum þunga með reglulegu millibili í heila öld. Og það er hrópar enn í dag. Í árdaga verkalýðsbaráttunnar og lengi framan af síðustu öld var …

Miðstjórn ASÍ: Aðför að velferðarkerfinu

Miðstjórn ASÍ samþykkti á fundi sínum í dag mótmæli gegn fjárhagsáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2018-2022 og segir hana vinna gegn velferðarkerfinu og þeim loforðum sem gefin hafa verið.  Ekki verði staðið við aukin fjárframlög til heilbrigðiskerfisins, réttindi atvinnuleitenda skert og ekki standi til að gera löngu tímabærar breytingar á réttindum örorkulífeyrisþega gagnvart almannatryggingakerfinu. Sjá ályktunina í heild.

Ef unnið er um páskana

Ef unnið er á frídögum nú um páskahelgina þá bætast við helgidaga- og stórhátíðarálag. Skírdagur: dagvinna + dagvinna með 80% álagi. Föstudagurinn langi: dagvinna + dagvinna með 138,3% álagi Páskadagur: dagvinna með 138,3 % álagi. Annar í páskum: dagvinna + dagvinna með 80% álagi. Sumardagurinn fyrsti: dagvinna + dagvinna með 80% álagi. Sjá nánar (bls. 14).

Miðstjórn ályktar um eflingu vinnustaðaeftirlits, keðjuábyrgð og greiðsluþátttöku sjúklinga

Miðstjórn Samiðnar samþykkti þrjá ályktanir á fundi sínum 3. apríl sl. er lúta í fyrsta lagi að eflingu vinnustaðaeftirlits þar sem fjármálaráðherra er hvattur til að tryggja RSK fjármuni til áframhaldandi þátttöku í árangursríku vinnustaðaeftirliti með stéttarfélögunum.  Í öðru lagi er ályktun þar sem fagnað er framkomnum hugmyndum um keðjuábyrgð gagnvart erlendum fyrirtækjum sem senda erlenda starfsmenn tímabundið til starfa …

Eini kvenmaðurinn á vinnustaðnum…

Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8.mars var haldinn hádegisfundur „Öll störf eru kvennastörf“ til þess meðal annars að vekja athygli á þeim fjölbreyttu tækifærum sem bjóðast í iðn-, tækni- og verkgreinum.  Meðal þeirra sem erindi héldu var Eva Björk Sigurjónsdóttir, húsa- og húsgagnasmiður og félagi í Byggiðn, en hún situr í stjórn Félags fagkvenna sem hefur það að markmiði …

Við getum verið stolt af okkar lífeyrissjóðakerfi

Í gær kynntu Landssamtök lífeyrissjóða samantekt sem byggir á gögnum frá OECD og öðrum opinberum aðilum um lífeyriskerfi Íslands, Svíþjóðar, Bretlands, Hollands og Danmerkur. Ástæðan þess að lífeyriskerfi þessara landa voru valin er að þau þykja skara fram úr og til þeirra er horft þegar gæði lífeyriskerfa eru metin. Í stuttu máli má segja að íslenska lífeyriskerfið stenst ágætlega þennan …

Munu stjórnvöld grípa björgunarhringinn???

Við Íslendingar höfum búið við efnahagslegan stöðugleika og vaxandi kaupmátt síðustu ár sem eru mikil umskipti frá fyrri tíð.  Þetta jákvæða umhverfi hefur ekki orðið til af sjálfu sér heldur er komið til vegna sameiginlegs átaks vinnumarkaðarins og stjórnvalda. Á sama tíma hefur ytra umhverfi unnið með okkur. Þessi góði árangur er ekki sjálfgefinn og ekki sjálfgefið að hann muni …

Kjarasamningar halda

Niðurstaða forsendunefndar ASÍ og SA vegna endurskoðunar kjarasamninga er að tvær af þremur forsendum standast en ein gerir það ekki. Sú snýst um launaþróun annarra hópa. Samninganefnd ASÍ hefur engu að síður, m.a. að undangengnum fundarhöldum í samninganefnd Samiðnar, ákveðið að segja ekki upp núgildandi kjarasamningi. Forsendurnar sem voru til skoðunar eru þessar: – Fjármögnun stjórnvalda á stofnframlögum ríkisins til …

Íslandsmót iðn- og verkgreina 16. – 18. mars

Íslandsmót iðn- og verkgreina verður haldið dagana 16. – 18. mars 2017  í Laugardalshöll. Gera má ráð fyrir að um 150 keppendur taki þátt í Íslandsmótinu og keppt verði í 21 iðngrein. Nokkrar greinar til viðbótar verða með kynningu á störfum en alls taka 27 iðn- og verkgreinar þátt í ár. Fagreinarnar bjóða einnig upp á „Prófaðu“ svæði þar sem …