Miðstjórn ASÍ samþykkti á fundi sínum í dag mótmæli gegn fjárhagsáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2018-2022 og segir hana vinna gegn velferðarkerfinu og þeim loforðum sem gefin hafa verið. Ekki verði staðið við aukin fjárframlög til heilbrigðiskerfisins, réttindi atvinnuleitenda skert og ekki standi til að gera löngu tímabærar breytingar á réttindum örorkulífeyrisþega gagnvart almannatryggingakerfinu.