Miðstjórn ályktar um eflingu vinnustaðaeftirlits, keðjuábyrgð og greiðsluþátttöku sjúklinga

Miðstjórn Samiðnar samþykkti þrjá ályktanir á fundi sínum 3. apríl sl. er lúta í fyrsta lagi að eflingu vinnustaðaeftirlits þar sem fjármálaráðherra er hvattur til að tryggja RSK fjármuni til áframhaldandi þátttöku í árangursríku vinnustaðaeftirliti með stéttarfélögunum.  
Í öðru lagi er ályktun þar sem fagnað er framkomnum hugmyndum um keðjuábyrgð gagnvart erlendum fyrirtækjum sem senda erlenda starfsmenn tímabundið til starfa hér á landi og jafnframt hvatt til þess að hún nái einnig til  íslenskra undirverktaka og starfsmanna þeirra.  Miðstjórnin skorar á félags- og jafnréttisráðherra að tryggja að frumvarp í þessa veru fái framgang á yfirstandandi þingi.  
Í þriðja lagi samþykkti miðstjórn ályktun þar sem skorað er á heilbrigðisráðherra að standa við fyrirheit um 50.000 kr. kostnaðarþak á greiðsluþátttöku sjúklinga og því jafnframt hafnað að sjúklingar sem sjaldan þurfa að sækja þjónustu í heilbrigðiskerfið fjármagni þessar breytingar.

> Sjá ályktun um eflingu vinnustaðaeftirlits
> Sjá ályktun um keðjuábyrgð
> Sjá ályktun um þak á greiðsluþátttöku sjúklinga