Samiðnarfólkið sættir sig bara við það besta

Í lok apríl var haldið 3. þing Samiðnar og sóttu þingið 115 fulltrúar af öllu landinu. Helstu verkefni þingsins voru atvinnumál, heilsuefling og málefni ungs fólks. Þingið einkenndist af öflugum umræðum og sterkum vilja til aukins samstarfs.Í samþykktum um atvinnumál er bent á að blikur kunni að vera á lofti. Aukin verðbólga, mikill fjármagnskostnaður og lækkandi gengi krónunnar hafa gert …

404

404: Not Found Þessi síða fannst ekki

Eru mennirnir vitlausir?

Eru mennirnir vitlausir? Að vera að skrifa upp á samninga með 3,9% upphafslaunahækkun í 5% verðbólgu! Þetta eru sjálfsagt fyrstu viðbrögð margra við þeirri fregn að samninganefnd Samiðnar samdi á sömu nótum og aðrir hópar innan ASÍ.Á síðasta hausti var haldinn kjaramálaráðstefna á vegum ASÍ. Þar var stefnan sett á að ráðast gegn verðbólgunni. Eftir tiltölulega stöðugt tímabil í efnahagsmálum, …

Úr skilaboðaskjóðu formannsins

Atvinnuleyfi til útlendinga Mikill skortur er á íslenskum trésmiðum á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir. Á atvinnuleysisárunum 1989–90 og 1993–97 voru útskrifaðir nemendur um helmingur þess sem eðlilegt er eða um 60 á ári. Þetta kemur nú fram í skorti á fagmenntuðum mönnum í húsasmíði. Það að við menntuðum ekki nægilega marga húsasmiði og svo að verkefni eru í sögulegum toppi …

Iðnskólinn í Hafnarfirði

Fullbúinn á tíu mánuðum Fyrsta skólabyggingin sem reist er sem einkaframkvæmd hér á landi Um síðustu áramót flutti Iðnskólinn í Hafnarfirði í nýtt húsnæði en þá voru einungis liðnir um 10 mánuðir frá því fyrsta skóflustungan að húsinu var tekin. Nýja skólahúsið er við Flatahraun 12 og er 4.462 fermetrar að stærð.Byggingin er á þremur hæðum, 2.200 fermetra jarðhæð en …

Nýr kjarasamningur

Ýmis merk framfaraskref í samningnum sem nú liggur á borði Samiðnarfélaga Með nýja samningnum hækka öll laun Samiðnarfélaga um að lágmarki 13,53% á samningstímanum. Samingurinn gildir til janúarloka ársins 2004. Heimilt er að segja samningnum upp fyrir 1. desember 2002 og fellur hann þá úr gildi 31. janúar 2003. Frá og með undirskriftardegi hækka launin um 3,9%, síðan um 3% …

Flotkvíarblús í Hafnarfirði

Þeir kalla hana „Dokkina“.Hún slitnaði aftan úr dráttarbát en var bjargað af varðskipi. Nú er hún komin á sinn stað og á vafalaust eftir að tryggja atvinnu fyrir málmiðnarmenn í framtíðinni. Þeir eru stoltir af vinnustað sínum strákarnir í „Dokkinni“ eins og þeir kalla hana. Í opinberum plöggum heitir hún Flotkví nr. 3. Hafnfirðingar þekkja hana manna best því hún …

Hlutafélag ekur við rekstri Fræðslumiðstöðvar

Hlutafélag ekur við rekstri Fræðslumiðstöðvar bílgreina Hlutafélagið Fræðslumiðstöð bílgreina tók til starfa 1. október í haust og er félagið í eigu Bílgreinasambandsins og Bíliðnafélagsins að jöfnu. Tilgangur þess er að annast alhliða fræðslustarf í þágu bílgreinarinnar. Með stofnun hlutafélagsins eru eigendurnir að auka áherslu sína á þjónustu FMB við fyrirtæki og einstaklinga í bílgreinum, að sögn Snorra Konráðssonar framkvæmdastjóra FMB. …

Fæðingarorlof feðra

Ingólfur V. Gíslason starfsmaður Jafnréttisráðs skrifar Fyrir síðustu alþingiskosningar skrifaði ég grein í þetta blað og rakti nokkuð hverju flokkar og framboð lofuðu varðandi fæðingarorlof og möguleika feðra til að taka slíkt. Flestir lofuðu lengingu orlofsins og styrkingu á möguleikum feðra. Nú hafa þrír ráðherrar kynnt væntanlegt frumvarp um málið sem að flestu leyti uppfyllir þau loforð sem gefin voru …

Aftur út í atvinnulífið

Tilraun með nýtt endurhæfingarúrræði fer vel af stað og er þegar farið að bera árangur Við sögðum frá því í síðasta Samiðnarblaði að Sameinaði lífeyrissjóðurinn hefði tekið frumkvæði að því að koma á fót nýju endurhæfingarúrræði fyrir sjóðfélaga sem lent hafa í vinnuslysum og orðið öryrkjar. Nú er þessi starfsemi hafin og fyrsti skjólstæðingurinn reyndar „útskrifaður“ – með láði – …