Skólastarf þarf að endurskoða

Heimir Janusarson miðstjórnmaður í Samiðn tók þátt í starf hóps sem velti fyrir sér hvernig grunnskóli framtíðarinnar ætti að vera Þetta var mjög skemmtileg reynsla og leiddi til þess að skoðun mín á skólamálum hefur tekið nýja stefnu, segir Heimir Janusarson, miðstjórnarmaður í Samiðn og formaður Félags garðyrkjumanna, eftir að hafa verið í hópi fólks að spá í hvernig framtíðarskólinn …

Úr skilaboðaskjóðu formannsins

Óvandaðir aðilar fara á kreik í þenslunni Heil og sæl. Vonandi hafið þið átt gott sumar og ánægjulegt sumarfrí. Reyndar hef ég heyrt að margir hafa verið beðnir um að geyma hluta af sumarfríinu fram á haustið. Munið þá viðbótarregluna, 25% lengingu á ákveðinn hluta frísins.En það er ekki hægt að kvarta undan veðrinu eða veiðinni í sumar. Það hefur …

Lausnin er ekki aukið atvinnuleysi

Þjóðarsáttarsamningarnir 1990 sköpuðu forsendur fyrir þeim efnahagslega uppgangi sem verið hefur í íslensku efnahagslífi síðustu ár. Síðastliðin fimm-sex ár hafa Íslendingar búið við afar hagstæð skilyrði. Næg atvinna hefur verið fyrir alla og kaupmáttur launafólks farið vaxandi. Nú eru hins vegar blikur á lofti og margt bendir til að framundan sé samdráttartímabil, ekki aðeins á Íslandi heldur einnig í þeim …

Helstu mál 3. þings Samiðnar

Ungt fólk og heilsuefling Þriðja þing Samiðnar var haldið á Grand Hóteli dagana 19.–21. apríl og þótti takast hið besta í alla staði.Börn úr strengjasveit Suzuki-skólans léku tónlist á meðan gestir komu sér fyrir í sætum sínum en áður en sjálft þingið hófst var haldið málþing þar sem lýðræði og framtíðin voru til umfjöllunar. Þar komu fram afar áhugaverð sjónarmið …

Vínarbrauð og rúnstykki á föstudögum

Starfsmenn á bílaréttingarverkstæði Jóa pumpaðir um vinnuna, stjórnmálin og fleira – Eitt sinn kom hingað kona með bílinn í réttinginu. Þegar hún hafði lokið við að skrá hann inn spurði hún: „Hvar er svo verkstæðið?“ Þegar henni var sagt að það væri hér trúði hún því ekki í fyrstu. Hennar hugmynd um bílaverkstæði stöngðust á við það sem hún sá …

Evrópa verður sameiginlegur vinnumarkaður

Tryggvi Þór Aðalsteinsson segir frá norrænna byggingarmanna um stækkun Evrópusambandsins Hver verða áhrif fyrirhugaðrar stækkunar Evrópusambandsins austur á bóginn? Hvaða áhrif hefur stækkunin á vinnumarkaðinn í einstökum löndum og í Evrópu í heild? Þessar spurningar og fleiri tengdar þróun ESB voru til umræðu á ársfundi Sambands norrænna byggingar- og tréiðnaðarmanna, NBTF, sem haldinn var í Stokkhólmi nú í lok apríl. …

Samkeppnin skapar bæði hættur og tækifæri

Örn Friðriksson formaður Félags járniðnaðarmanna telur að Íslendingar verði að leggja höfuðáherslu á að samkeppnisstaða sé jöfn – einkum gagnvart beinum stuðnings-Aðgerðum Til þess að tryggja næga atvinnu, skapa eftirsóknarverð störf og betri lífskjör í landinu til frambúðar verða tveir grundvallarþættir að vera til staðar. Í fyrsta lagi stöðugleiki í efnahagslífinu og í öðru lagi jöfn samkeppnisaðstaða fyrirtækjanna. Þetta segir …

Pollrólegir járnkallar

Magnús Óttarsson vélvirki hjá Stáltaki segir það ábyrgðarhluta ef kunnáttu til að smíða ný stálskip verður kastað fyrir róða Litið inn hjá Stáltaki, einum stærsta vinnustað norðan heiða Flotkvíin marar í hálfu kafi. Togarinn Sigluvík er er enn á floti inni í miðri kvínni. Skipanir ganga manna á milli. Tveir eldri menn ganga sinn eftir hvorum kvíarvæng með slakan bandspotta …

Rekstrarafkoma heimilanna veltur á stöðugleikanum

Finnbjörn Hermannsson formaður Samiðnar segir að Íslendingar verði að tileinka sér langtímamarkmið í atvinnu- og efnahagsmálum Undanfarin ár hefur efnahagslífið hér á landi einkennst af djúpum lægðum og miklum hæðum. Þannig þekkjum við atvinnumarkaðinn okkar, ýmist atvinnuleysi, stöðuga vinnu smá-tíma og síðan þenslu. Nú bíðum við öll með öndina í hálsinum, þegar þarf að lenda því sem kallað er góðæri: …

Úr skilaboðaskjóðu formannsins

Nú er ólga í efnahagsmálum þjóðarinnar. Eftir tiltölulega lygnt tímabil er farið að gára. Síðustu þrjá mánuði hefur verðbólguhraðinn farið í 12,8% á ársgrundvelli. Í lok ársins gætum við verið komin út á haugasjó í verðbólgu. Þótt ýmsir kalli þetta „verðbólguskot“ og fullyrði að það hjaðni fljótt spáir Seðlabankinn 5,7% verðbólgu árið 2001. Þá eru forsendur kjarasamninganna brostnar.Laun ýmissa hópa …