FIT afhentir iðnnemum sveinsbréf

Þann 20. ágúst s.l. voru 49 iðnnemum afhent sveinsbréf í hófi sem haldið var þeim til heiðurs í Akoges-salnum í Reykjavík. Nýsveinarnir komu af höfðuborgasvæðinu og Suðurlandi. 

Stofnanasamningur við Landgræðslu ríkisins

Viðræðunefnd Samiðnar hitti fulltrúa Reykjavíkurborgar á samningafundi í morgun vegna endurnýjunar kjarasamnings Samiðnar sem framlengdur var s.l. vor til 1. september.  Á fundinum voru málin rædd og ákveðið að hittast aftur n.k. mánudag þar sem kynnt verður fyrirhugað starfsmatskerfi Reykjavíkurborgar og röðun félagsmanna Samiðnar þar inn.  Síðar verður tekin afstaða til þess hvort starfsmatskefið sé eitthvað sem henti félagsmönnum Samiðnar og verður …

Hækkun verkfæragjalds blikksmiða

Í samræmi við ákvæði kjarasamnings Samiðnar hækkar verkfæragjald blikksmiða samkvæmt hækkun byggingavísitölu í kr. 68 frá og með 1. júlí.

Samningar við ríkið og Samband garðyrkjubænda samþykktir

Ríkið Kjarasamningur Samiðnar fyrir hönd aðildarfélaga við fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs var samþykktur í póstatkvæðagreiðslu af félagsmönnum Samiðnar.  Á kjörskrá voru 94 og kusu 37 eða 39,4%.  Já sögðu 32 eða 86%, nei sögðu 2 eða 5% og ógildir voru 3 eða 8%. Telst samningurinn því samþykktur. Samband garðyrkjubænda Kjarasamningur Samiðnar fyrir hönd aðildarfélaga við Samband garðyrkjubænda var samþykktur samhljóða …

Tíma skipaviðgerða

Tíma skipaviðgerða að ljúka í ReykjavíkAllt útlit er fyrir að skipaviðgerðir og -smíði leggist af í Reykjavík á næstu misserum. Nýlega kynnti Reykjavíkurborg áform um að leggja niður skipaviðgerðir vestast í Gömlu höfninni í Reykjavík á svokölluðu slippasvæði. Þar hafa verið stundaðar skipasmíðar og viðgerðir í meira en hundrað ár. Nú síðast hefur Stálsmiðjan haldið á lofti merki skipaviðgerða á …

Klúður við Kárahnjúkar enn í fullum gangi

„Samskiptin við Ítalana hafa skánað á undanförnum mánuðum. Þeir virðast vera að sætta sig við þær samskiptareglur sem gilda hér á landi. Það verður að teljast ákveðin framför,“ segir Þorbjörn Guðmundsson framkvæmdastjóri Samiðnar þegar hann var beðinn um að lýsa þróun mála við Kárahnjúka að undanförnu. Þorbjörn hefur verið talsmaður verkalýðshreyfingarinnar í þeim málum sem hafa komið upp milli hreyfingarinnar …

Vinnuverndartilraun hleypt af stokkunum

„Öryggi og vellíðan starfsmanns snýst ekki einvörðungu um hag hans heldur einnig um hag fyrirtækisins sem hann starfar hjá. Því er það skylda okkar sem störfum í þágu launafólks og fyrirtækjanna í landinu að sameinast með Vinnueftirlitinu um að tryggja góðan og öruggan aðbúnað félagsmanna okkar hjá ólíkum fyrirtækjum,“ sagði Finnbjörn Hermannsson formaður Samiðnar þegar hann undirritaði ásamt fulltrúm Vinnueftirlitsins …

Megum ekki láta Kárahnjúkavirkjun

Megum ekki láta Kárahnjúkavirkjun brjóta velferðarsam félagið á bak aftur Hringborðsumræður um erlent vinnuafl á Íslandi – Þátttakendur: Gissur Pétursson, Ingvar Sverrisson og Þorbjörn Guðmundsson Erlent vinnuafl á Íslandi hefur verið mikið til umræðu síðustu mánuði, ekki síst vegna hins fjölmenna hóps sem komið hefur til starfa við virkjanaframkvæmdirnar austur við Kárahnjúka. Íslensk stéttarfélög hafa staðið í harðri baráttu við …