Samningar við ríkið og Samband garðyrkjubænda samþykktir

Ríkið
Kjarasamningur Samiðnar fyrir hönd aðildarfélaga við fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs var samþykktur í póstatkvæðagreiðslu af félagsmönnum Samiðnar.  Á kjörskrá voru 94 og kusu 37 eða 39,4%.  Já sögðu 32 eða 86%, nei sögðu 2 eða 5% og ógildir voru 3 eða 8%. Telst samningurinn því samþykktur.

Samband garðyrkjubænda
Kjarasamningur Samiðnar fyrir hönd aðildarfélaga við Samband garðyrkjubænda var samþykktur samhljóða í póstatkvæðagreiðslu af félagsmönnum Samiðnar.  Á kjörskrá voru 107 og kusu 9 eða 8,4%.  Telst samningurinn því samþykktur.