Umgengnin hefur skánað

Elmeri-verkefnið hefur skilað árangri,segir Tómas Tómasson um þátttöku Héðins í tilraunaverkefni um að bæta vinnuumhverfið„Það er engin vanþörf á að setja vinnuumhverfismálin í ákveðinn farveg. Mér sýnist á öllu að eftir að við hófum þátttöku í Elmeri-verkefninu hafi umgengnin hér á vinnustaðnum skánað,“ segir Tómas Tómasson. Hann stýrir þátttöku Vélsmiðjunnar Héðins í verkefninu sem snýst um að bæta umhverfið á …

Skagamenn hafa tekið til við skipasmíðar að nýju

Starfsmenn Þorgeirs og Ellerts á Akranesi og verktakar þeirra eru þessa dagana að leggja síðustu hönd á smíði togara fyrir færeyska útgerð. Systurskip í smíðum hjá Óseyri í Hafnarfirði. „Við fengum þetta verk eftir útboð. Það sýnir að við erum samkeppnisfærir í skipasmíðum þrátt fyrir harða samkeppni á markaðinum, allavega valdi færeyska útgerðin okkur til að smíða þessa togara hér,“ …

Félagsvef járniðnaðarmanna hleypt af stokkunum

„Markmiðið með þessum félagsmannavef er að gera félögunum kleift að fá á milliliðalausan hátt og hvenær sem er upplýsingar um stöðu margvíslegra mála, og jafnframt að gera hverjum félagsmanni auðveldara fyrir að nýta réttindi sem hann hefur aflað sér hjá félaginu,“ segir Örn Friðriksson formaður Félags járniðnaðarmanna en 11. mars opnaði félagið formlega nýjan upplýsingavef fyrir félagsmenn sína, fyrst allra …

Félag byggingamanna Eyjafirði skartar 100 ára sögu

Fyrir 100 árum komu nokkrir tugir trésmiða saman á Akureyri og stofnuðu Trésmiðafélag Akureyrar. Á þeim hundrað árum sem liðin eru frá fyrsta fundi þessara frumkvöðla í stéttarbaráttu trésmiða hefur margt breyst. Félagssvæðið hefur stækkað og spannar nú allan Eyjafjörðinn og jafnframt hefur nafni félagsins verið breytt og heitir það nú Félag byggingamanna Eyjafirði. Í upphafi störfuðu bæði meistarar og …

Þing Samiðnar

Nýlokið er þingi Samiðnar sem nú var haldið á Akureyri. Um 120 þingfulltrúar sóttu þingið frá öllum félögum og deildum innan Samiðnar að einu félagi undanskildu. Mikil samstaða var á þinginu um öll þau málefni sem þar voru rædd. Ég læt nægja að benda á heimasíðu Samiðnar og umfjöllun hér í blaðinu til að kynna sér þingmálin og þær ályktanir …

Úr skilaboðaskjóðu formannsins – Ef og hefði

Það svarar yfirleitt ekki kostnaði að velta sér uppúr hvað hefði gerst ef og hefði þetta eða hitt verið gert en ekki það sem gert var. Þess vegna hefur maður ekki lagt það í vana sinn að gera slíkt. En ég get ekki varist þessari hugsun nú að loknum kjarasamningum. Við vorum á ársfundi ASÍ í haust þar sem við …

Ein heild, aukið afl

Á síðustu árum hefur skipulag íslenskrar verkalýðshreyfingar þróast í átt að því sem þekkist annars staðar á Norðurlöndum. Félögin hafa í vaxandi mæli falið landssamböndunum aðalsamningagerð og samskipti við stjórnvöld, en einbeitt sér í stað þess að því að bæta og efla daglega þjónustu við félagsmenn og að gerð vinnustaðasamninga. Góð sátt hefur verið innan Samiðnar um þessa verkaskiptingu og …

Ályktun miðstjórnar Samiðnar um sameiningu Tækniháskólans og Hás

Miðstjórn Samiðnar samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum á Egilsstöðum 2. og 3. september s.l. Miðstjórn  Samiðnar leggur áherslu á að áfram verði unnið að eflingu tæknimenntunar og hvergi megi slaka á þrátt fyrir fyrirhugaða sameiningu Tækniháskólans  og Háskólans í Reykjavík.  Frumgreinadeild Tækniháskólans hefur gengt mikilvægu hlutverki í framhaldsmenntun iðnaðarmanna  og gert þeim kleyft að sækja sér háskólamenntun.  Miðstjórn telur …

Miðstjórn Samiðnar á Austurlandi

Miðstjórn Samiðnar mun halda næsta reglulega fund sinn á Egilsstöðum um helgina.  Miðstjórnin hefur haldið þeirri hefð að funda einu sinni á ári utan höfuðborgarsvæðisins og er nú ætlunin að heimsækja Austurland þar sem m.a. forsvarsmenn stéttar- og sveitarfélaga verða heimsóttir og virkjanasvæðið við Kárahnjúka skoðað.

TR afhentir iðnnemum sveinsbréf

Laugardaginn 28. ágúst s.l. var haldin útskrift af hálfu Trésmiðafélags Reykjavíkur og Meistarafélags Húsasmiða vegna sveinsprófa sem haldin voru í júní s.l.  Alls luku 64 nemar sveinsprófi í húsasmíði. Af þeim tóku 38 próf í Reykjavík. Voru þeim afhent sveinsbréf sín í hófinu. Einnig luku tveir sveinsprófi í húsgagnasmíði. Var þeim einnig afhent sveinsbréf sín við sama tækifæri.