Miðstjórn Samiðnar samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum á Egilsstöðum 2. og 3. september s.l.
Miðstjórn Samiðnar leggur áherslu á að áfram verði unnið að eflingu tæknimenntunar og hvergi megi slaka á þrátt fyrir fyrirhugaða sameiningu Tækniháskólans og Háskólans í Reykjavík. Frumgreinadeild Tækniháskólans hefur gengt mikilvægu hlutverki í framhaldsmenntun iðnaðarmanna og gert þeim kleyft að sækja sér háskólamenntun. Miðstjórn telur mikilvægt að rekstur frumgreinadeildarinnar verði tryggður ef skólarnir verða sameinaðir svo það dragi ekki úr möguleikum iðnaðarmanna til framhaldsmenntunar. Miðstjórnin leggur áherslu á greiðan aðgang allra iðnaðarmanna að tækninámi og varar við að samruni skólanna verði tilefni til þess að tekin verði upp skólagjöld í tækninámi.