Matar og kaffitímar

3.1         Neysluhlé 3.1.1       Matartími á dagvinnutímabili telst ekki til vinnutíma. Matartími, 30 mínútur, skal vera á tímabilinu kl. 11:30-13:30. 3.1.2       Heimilt er að lengja, stytta eða fella niður matartíma með samkomulagi fyrirsvarsmanna stofnunar og meirihluta þeirra starfsmanna, sem málið varðar. 3.1.3       Sé matartíma á dagvinnutímabili breytt skv. gr. 3.1.2. lýkur dagvinnutímabili þeim mun síðar eða fyrr. Séu matartímar lengdir samkvæmt …

Vinnutími

2.1         Almennt 2.1.1       Vinnuvika starfsmanna í fullu starfi skal vera 40 stundir, nema um skemmri vinnutíma sé sérstaklega samið.  Heimilt er að semja við Samiðn – samband iðnfélaga um tilflutning vinnuskyldu milli vikna eða árstíða 2.1.2       Heimilt er að haga vinnu með öðrum hætti en í kafla þessum greinir með samkomulagi starfsmanna og forráðamanna stofnunar og með skriflegu samþykki samningsaðila.  …

Kaup

 1.1 Mánaðarlaun Mánaðarlaun starfsmanns sem gegnir fullu starfi, skulu greidd skv. neðangreindri launatöflu frá og með 1. desember 2004: Samiðn 1 2 3 4 5 6 7 101 86.398 89.011 91.701 93.077 94.474 95.890 97.328 102 87.694 90.345 93.077 94.474 95.890 97.328 98.786 103 89.011 91.701 94.474 95.890 97.328 98.786 100.269 104 90.345 93.077 95.890 97.328 98.786 100.269 101.773 105 …

Samningssvið og forgangsréttur

0.1 Samningssvið Samningur þessi tekur til almennra starfa iðnaðarmanna og garðyrkjumanna sem eru fullgidlir félagar í aðildarfélögum Samiðnar og starfa hjá Strætó bs. 0.2 Forgangsréttur Fullgildir félagar aðildarfélaga Samiðnar sem hafa iðnréttindi skulu hafa forgangsrétt til starfa í starfsgreinum sínum.  Forgangsrétturinn gildir þó ekki gagnvart þeim starfsmönnum sem hafa fagréttindi í viðkomandi starfsgrein og eru félagar í stéttarfélaginu sem starfar á …

Samningssvið og forgangsréttur

0.1       Samningssvið 0.1.1       Samningur þessi tekur til almennra starfa iðnaðarmanna og garðyrkjumanna sem eru fullgidlir félagar í aðildarfélögum Samiðnar og starfa hjá Vélamiðstöð ehf.. 0.2      Forgangsréttur 0.2.1       Fullgildir félagar aðildarfélaga Samiðnar sem hafa iðnréttindi skulu hafa forgangsrétt til starfa í starfsgreinum sínum.  Forgangsrétturinn gildir þó ekki gagnvart þeim starfsmönnum sem hafa fagréttindi í viðkomandi starfsgrein og eru félagar í stéttarfélaginu sem starfar …

Viðauki vegna iðn- og starfsþjálfunarnema

Viðauki vegna iðn- og starfsþjálfunarnema a)     Orlofsuppbót iðn- og starfsþjálfunarnema skal nema 36,5% af orlofsuppbót skv. 4.2.3 b)     Desemberuppbót iðn- og starfsþjálfunarnema skal nema 52,7% af desemberuppbót skv. 1.7.3. c)      Iðnnemar skulu njóta aðildar að lífeyrissjóðum og skulu greiðslur til lífeyrissjóðanna þeirra vegna fara eftir kjarasamningi Samiðnar. d)     Iðnnemar skulu njóta fullrar aðildar að sjúkrasjóði og orlofssjóði sveinafélags og skulu …

Bókanir og fylgiskjöl

Bókun 1 – Árangurslaun Verði tekin upp árangurslaun hjá félagsmönnum Samiðnar skulu þau byggja á eftirfarandi: Stofnun/fyrirtæki sem ætlar að taka upp árangurslaun verður að skilgreina markmið og árangursmælikvarða í starfsáætlun. Með markmiðum er átt við t.d. lækkun kostnaðar, bætta þjónustu eða bætta verkferla. Mælikvarðar stofnunar/fyrirtækis skulu vera skýrir og raunhæfir miðað við áætlaða starfsemi. Starfsmenn skal upplýsa fyrirfram um …

Samningsforsendur og gildistími

16.1         Samningsforsendur Komi til endurskoðunar á launatöflu, starfslaunum eða hæfnislaunum skv. kjarasamningum Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, Eflingar – stéttarfélags og Kjarafélags Tæknifræðingafélags Íslands á samnings­tímabilinu, þá skulu samningsaðilar endurskoða þennan samning með það að markmiði að gera hliðstæðar breytingar. Ákvarðanir um starfslaun á grundvelli starfsmats sem taka gildi þann 1. ágúst 2005, sbr. 16.2.2, skulu miða við að starfslaun félagsmanna Samiðnar – …

Trúnaðarmenn og vinnustaðafundir

15.1         Kosning trúnaðarmanna Starfsmönnum er heimilt að kjósa einn trúnaðarmann á hverjum vinnustað þar sem starfa 5 til 50 starfsmenn og tvo trúnaðarmenn séu starfsmenn fleiri en 50. Að kosningu lokinni tilnefnir viðkomandi aðildarfélag Samiðnar trúnaðarmennina. Verði kosningu ekki viðkomið, skulu trúnaðarmenn tilnefndir af félaginu. Trúnaðarmenn verða eigi kosnir eða tilnefndir til lengri tíma en tveggja ára í senn. Aðaltrúnaðarmaður …

Réttur starfsmanna í fæðingarorlofi og veikindum

14.1         Gildissvið Kafli þessi tekur til foreldris sem er í a.m.k. 25% starfi og starfað hefur í samfellt 6 mánuði fyrir fæðingu barns síns hjá hlutaðeigandi launagreiðanda og er með gilda ráðningu við upphaf orlofsins. 14.2             Réttarstaða starfsmanna í fæðingarorlofi  Um uppsöfnun og vernd réttinda í fæðingarorlofi fer skv. 14. gr. laga um fæðingar- og foreldraorlof, þó með þeirri viðbót …