Samningsforsendur og gildistími

16.1         Samningsforsendur

Komi til endurskoðunar á launatöflu, starfslaunum eða hæfnislaunum skv. kjarasamningum Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, Eflingar – stéttarfélags og Kjarafélags Tæknifræðingafélags Íslands á samnings­tímabilinu, þá skulu samningsaðilar endurskoða þennan samning með það að markmiði að gera hliðstæðar breytingar.

Ákvarðanir um starfslaun á grundvelli starfsmats sem taka gildi þann 1. ágúst 2005, sbr. 16.2.2, skulu miða við að starfslaun félagsmanna Samiðnar – sambands iðnfélaga verði ákveðin með sambærilegum hætti og gert var við innleiðingu starfslauna hjá Vélamiðstöð ehf. skv. starfsmati 1. nóvember 2004 og samstarfsnefnd aðila falið eftirlit með framkvæmd þessari.

16.2 Gildistökuákvæði

Launaákvarðanir skv. eldra launakerfi skulu standa til og með 31. júlí 2005 með þeim undantekningum sem greinir í 16.2.2.

Ákvæði kafla 1.3 um nýtt launakerfi taka gildi sem hér segir:

a)      Hæfnislaun vegna símenntunar skv. gr. 1.3.3.1.1 taka gildi hinn 1. janúar 2005.

b)      Starfslaun skv. gr. 1.3.2 og 16.1 taka gildi hinn 1. ágúst 2005.

c)      Hæfnislaun sem byggja á mati forstöðumanns skv. gr. 1.3.3.1.2 taka gildi hinn 1. ágúst 2005.

d)      Bónusgreiðslur falla brott hinn 1. ágúst 2005. Brottfelldur bónus miðast við meðalbónus starfsmanns janúar 2005 til júlí 2005. Þeir sem ekki hafa bónusgreiðslur en fasta yfirvinnu skulu taka hliðstæðri skerðingu yfirvinnu sem nemur ígildi bónusgreiðslna (hér skal miða við kr. 16.500). Sjá tryggingarákvæði í bókun 2. 

Ákvæði gr. 1.7 tekur gildi 1. janúar 2005.

16.3 Gildistími

Samningur þessi gildir frá 1. desember 2004 til og með 31. mars 2008 og rennur þá út án sérstakrar uppsagnar.

Reykjavík, 7. janúar 2005

F.h.  Vélamiðstöð ehf.                                         F.h. Samiðnar-sambands iðnfélaga

með fyrirvara um samþykki stjórnar                            með fyrirvara um samþykki félagsmanna