0.1.1 Samningur þessi tekur til almennra starfa iðnaðarmanna og garðyrkjumanna sem eru fullgidlir félagar í aðildarfélögum Samiðnar og starfa hjá Vélamiðstöð ehf..
0.2.1 Fullgildir félagar aðildarfélaga Samiðnar sem hafa iðnréttindi skulu hafa forgangsrétt til starfa í starfsgreinum sínum. Forgangsrétturinn gildir þó ekki gagnvart þeim starfsmönnum sem hafa fagréttindi í viðkomandi starfsgrein og eru félagar í stéttarfélaginu sem starfar á grundvelli laga nr. 94/1986.
Sá texti í þessum kjarasamningi sem er afmarkaður með ramma er ekki samningstexti, heldur settur til skýringar.