Aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi

7.1        Vinnustaðir 7.1.1.             Um þrif, loftræstingu, upphitun, salerni, matstofur, fatageymslur og allan annan aðbúnað vísast til reglna um húsnæði vinnustaða nr. 581/1995 og reglna um aðbúnað, hollustuhætti og öryggis­ráðstafanir á byggingavinnustöðum og við aðra tímabundna mannvirkjagerð nr. 547/1996. 7.2.       Heilsuvernd og læknisskoðun 7.2.1. Um heilsuvernd og læknisskoðanir vísast til 11. kafla laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á …

Forgangsréttur til vinnu

Samtök atvinnurekenda skuldbinda sig til að láta félagsmenn aðildarfélaga Samiðnar njóta forgangs að vinnu er heyrir undir iðngreinar félaganna, enda séu þau opin öllum iðnaðarmönnum sem uppfylla skilyrði laga viðkomandi félags. Aðildarfélög Samiðnar skuldbinda sig til að stuðla að því að félagsmenn þeirra vinni hjá atvinnurekendum sem eru aðilar að þessum samningi.

Fyrirtækjasamningar

5.1.       Skilgreining Fyrirtækjasamningur (vinnustaðasamningur), í skilningi þessa kafla, er samningur milli fyrirtækis og starfsmanna, allra eða tiltekins hluta, um aðlögun kjarasamnings að þörfum vinnu­staðarins. Fyrirtækjasamningur, sem gerður er á grundvelli þessa kafla, er ekki kjarasamningur, enda eru samtök atvinnurekenda og stéttarfélög ekki samningsaðilar. Um aðkomu þessara aðila að samningsgerðinni vísast til gr. 5.4. 5.2.       Markmið  Markmið fyrirtækjasamninga er að efla …

Orlof

Orlofsréttur samkvæmt kjarasamningum Samiðnar við Samtök atvinnulífsins (SA), Bílgreinasambandið (BGS), Meistarasamband byggingamanna (MB)  og Samband garðyrkjubænda (SG): Málmgreinar og sérhæfðir starfsmenn (SA):  24 dagar  10,17%    25 dagar  10,64%  eftir 5 ár í sömu starfsgrein  27 dagar  11,59%  eftir 10 ár í sömu starfsgreina  28 dagar  12,07%  eftir 5 ár hjá sama fyrirtæki  30 dagar  13,04%  eftir 10 ár hjá sama …

Matar- og kaffitímar, fæðis- og flutningskostnaður

3.1.       Matar- og kaffitímar í dagvinnu 3.1.1.             Hádegismatartími er ein klst. á tímabilinu frá kl. 11:30 til kl. 13:30 og telst hann ekki til vinnutíma. Starfsmenn og atvinnu­rekandi á hverjum vinnustað skulu gera með sér samkomulag um nánari tímasetningu á matarhléum. Heimilt er með sam­komulagi að taka upp styttri matarhlé. 3.1.2.             Kaffihlé í dagvinnu skulu vera tvö, samtals 35 mínútur, …

Vinnutími

2.1.       Dagvinna 2.1.1.             Dagvinna skal vera 40 klst. á viku (virkur vinnutími 37 klst. og 5 mínútur) á tímabilinu frá kl. 07:00 til kl. 18:00. 2.1.2.             Dagvinna skal unnin 5 daga vikunnar, frá og með mánudegi til og með föstudegi, og skal dagvinnutími á hverjum degi vera jafn langur eða 8 klst. á degi hverjum. Dagvinna skal hefjast á tímabilinu …

Laun og launakerfi

1.1.                Laun Launataxtar skv. samkomulagi ASÍ og SA frá 1.júlí 2006 Kauptaxtar eru lágmarkslaun en að öðru leyti gilda þau laun sem um semst á markaði. Kauptaxtar frá 1.janúar 2007  Iðnaðarmenn með sveinspróf   Mán.laun Dagvinna Yfirvinna Stórh.v. Byrjunarlaun  186.810  1.078  1.940  2.569 Eftir 1 ár  193.619  1.117  2.011  2.662 Eftir 3 ár  198.955  1.148  2.066  2.736 Eftir 5 ár  204.452 …

Viðauki vegna iðn- og starfsþjálfunarnema

Viðauki vegna iðn- og starfsþjálfunarnema a)     Orlofsuppbót iðn- og starfsþjálfunarnema skal nema 36,5% af orlofsuppbót skv. 4.2.3 b)     Desemberuppbót iðn- og starfsþjálfunarnema skal nema 52,7% af desemberuppbót skv. 1.7.3. c)      Iðnnemar skulu njóta aðildar að lífeyrissjóðum og skulu greiðslur til lífeyrissjóðanna þeirra vegna fara eftir kjarasamningi Samiðnar. d)     Iðnnemar skulu njóta fullrar aðildar að sjúkrasjóði og orlofssjóði sveinafélags og skulu …

Fylgiskjal 1

Fylgiskjal 1: Aðilar eru sammála um að grunnröðun starfsheita skuli hækka um 2 launaflokka frá 1. janúar 2005. Þeir félagsmenn Samiðnar – sambands iðnfélaga sem eru í starfi við undirritun kjarasamningins eiga rétt á kr. 10.000 eingreiðslu m.v. fullt starf í desember 2004, en hlutfallslega fyrir minna starfshlutfall.    Reykjavík, 29. desember 2004

Samkomulag um takmörkun verkfallsréttar

Það er sameiginlegt markmið aðila að færa starfsumhverfi félagsmanna Samiðnar – sambands iðnfélaga nær því sem gildir um aðra starfsmenn Reykjavíkurborgar.  Því hafa aðilar komist að samkomulagi um eftirfarandi: Ákvæði 3. kafla laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna skulu gilda um ákvörðun og framkvæmd verkfalls félagsmanna Samiðnar – sambands iðnfélaga frá og með gildistöku þessa samnings. Reykjavík, 29. desember …