Ríkisstjórnin standi við fyrirheit um eflingu verk- og tæknináms

Á fundi sambandsstjórnar í dag afhenti formaður Samiðnar Hilmar Harðarson mennta- og menningarmálaráðherra áskorun þar sem yfirvöld menntamála eru hvött til að standa við fögur fyrirheit um eflingu verk- og tæknináms.  Hilmar lýsti yfir fullum samstarfsvilja Samiðnar til að hrinda slíkum áformum í framvæmd og hefja markvissar aðgerðar svo hægt sé að byggja upp verknámsskóla sem boðið geta ungu fólki …

Mennta- og menningarmálaráðherra til fundar við sambandsstjórn

Á fundi sambandsstjórnar nk. föstudag mun Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra ræða stefnu ríkisstjórnarinnar í menntamálum og hvernig staðið verður við fögur fyrirheit um eflingu verk- og tæknináms í landinu.  Til fundarins kemur einnig Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans og mun kynna stöðu efnahagsmála í aðdraganda endurnýjunar kjarasamninga.  Sambandsstjórnin mun á fundinum stíga fyrstu skrefin í mótum kröfugerðar fyrir komandi …

GOLFMÓT IÐNAÐARMANNA 2. JÚNÍ

Samiðn auk Byggiðnar, FIT, Grafíu, Matvís og Rafiðnaðarsambandsins standa sameiginlega að GOLFMÓTI IÐNAÐARMANNA á Leirunni laugardaginn 2. júní.Ræst verður út kl. 9.  Mótsgjaldið er 4000 kr. og er innifalið mótsgjald, teiggjöf, spil og matur að spili loknu. Síðasti skráningardagur er 25. maí kl. 16 eða þegar hámarksfjölda er náð.    >> Skráning hér.

Orlofsuppbótin 2018

Orlofsuppbótin, að meðtöldu orlofi, greiðist þann 1.júní miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu (01.05.-30.04), öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30. apríl eða eru í starfi 1.maí. Orlofsuppbótin er kr. 48.000. Húsasmiðir og pípulagningamenn í ákvæðisvinnu fá greidda orlofsuppbót líkt og aðrir. Iðnnemar í fullu starfi hjá …

Dagskrá 1. maí – Sterkari saman

Verkalýðshreyfingin á Íslandi varð til í lok 19. aldar þegar verkafólk hóf að skipuleggja sig í stéttarfélög. Það áttaði sig á aflinu sem bjó í fjöldanum og samstöðunni og gerði hvað það gat til að virkja það afl. Frá þeim tíma hefur sameinuð verkalýðshreyfing barist fyrir réttindum og kjörum launafólks á Íslandi með þeim árangri að óvíða í heiminum er …

1.maí – launahækkun 3%

> Laun á almennum vinnumarkaði hækka um 3% þann 1.maí í samræmi við kjarasamning Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins.  > Laun starfsmanna hjá ríkinu og Reykjavíkurborg hækka um sömu prósentu þann 1. júní. > Laun starfsmanna sveitarfélaga hækka um 2% þann 1. júní. > Sjá nánar

Martin Luther King átti sér draum

Á þessum degi fyrir 40 árum var Martin Luther King skotinn til bana vegna baráttu hans fyrir jöfnum tækifærum allra. Hann átti sér draum um samfélag þar sem þeldökkir og hvítir menn væru algjörlega jafnir og deildu saman gæðum samfélagsins. Hann gerði sér grein fyrir að það tæki tíma að ná því takmarki. Ekki er ósennilegt ef hann væri meðal …

Þetta snýst um lífskjör hins almenna Íslendings

Framundan er langt og kærkomið frí eftir langan vetur. Vetur sem hefur verið nokkuð róstugur ekki síst innan verklýðshreyfingarinnar. Í hreyfingu sem er jafn fjölmenn og íslenska verkalýðshreyfingin er eðlilegt menn hafi skiptar skoðanir um áherslur og leiðir. Frjó og kröftug umræða er nauðsynleg til að skapa þann kraft sem nauðsynlegur er fyrir framsækna hreyfingu. Veikleiki umræðunnar innan verkalýðshreyfingarinnar er …

Ef unnið er um páskana

Ef unnið er á frídögum nú um páskahelgina þá bætast við helgidaga- og stórhátíðarálag: Skírdagur: dagvinna + dagvinna með 80% álagi.Föstudagurinn langi: dagvinna + dagvinna með 138,3% álagiPáskadagur: dagvinna með 138,3 % álagi.Annar í páskum: dagvinna + dagvinna með 80% álagi.Sumardagurinn fyrsti: dagvinna + dagvinna með 80% álagi.

Lífeyriskerfið – hvert stefnir?

Fulltrúaráð launafólks í Birtu lifeyrissjóði boðar til fundar um lífeyriskerfið og framtíðarhorfur þess í sal Rafiðnaðarskólans á jarðhæð Stórhöfða 27 þriðjudaginn 20. mars kl. 17:30. Framsögumenn á fundinum verða Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur sem rannsakað hefur kjör og aðstæður eldri borgara og viðrað afar áhugaverðar hugmyndir um hvernig bæta megi kjör eldri borgara og hvetja þá til aukinnar þátttöku í atvinnulífinu.Ólafur …