Fulltrúaráð launafólks í Birtu lifeyrissjóði boðar til fundar um lífeyriskerfið og framtíðarhorfur þess í sal Rafiðnaðarskólans á jarðhæð Stórhöfða 27 þriðjudaginn 20. mars kl. 17:30.
Framsögumenn á fundinum verða Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur sem rannsakað hefur kjör og aðstæður eldri borgara og viðrað afar áhugaverðar hugmyndir um hvernig bæta megi kjör eldri borgara og hvetja þá til aukinnar þátttöku í atvinnulífinu.
Ólafur Sigurðsson framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs mun fjalla um hugmyndir að úrbótum á íslenska lífeyriskerfinu og aðkomu Alþjóðabankans að þeim.
Fundurinn er opinn öllum sjóðsfélögum í Birtu lífeyrissjóði.