Óánægja með útdeilingu á „sérstakri eingreiðslu“

Sambandsstjórnarfundur Samiðnar haldinn 18.11 2005 lýsir yfir megnustu óánægju sinni með samkomulag forsendunefndar ASÍ og SA um útdeilingu á sérstakri eingreiðslu. Fundarmenn telja að sú mismunun sem í henni felst vera einsdæmi í sögu íslenskrar verkalýðshreyfingar. Einnig benda fundarmenn á að líklega er þetta í fyrsta skipti í sögunni að þeir sem skipt hafa um starf á árinu hafi jafnframt …

Samþykkt sambandsstjórnar vegna starfsháttanefndar

Sambandsstjórn lýsir yfir ánægju með störf starfsháttarnefndar sem kosin var á síðasta þingi Samiðnar og samþykkir að hún haldi áfram störfum. Sambandsstjórn telur mikilvægt að kannað verði til hlítar hvort vilji sé til þess að iðnaðarmenn sameinist í eitt samband eða landsfélag. Sambandsstjórnin felur starfsháttanefnd að taka upp viðræður við önnur sambönd og / eða félög iðnaðarmanna auk Vélstjórafélags Íslands …

Ályktun vegna samnings ASÍ og SA

Á fundi miðstjórnar Samiðnar í dag 15. nóv. var samþykkt eftirfarandi ályktun:   Miðað við þær tillögur sem fyrir liggja vegna endurskoðunar á kjarasamningum telur miðstjórn Samiðnar ekki rétt að formaður Samiðnar gefi samþykki sitt fyrir þeim.  Miðstjórnin bendir á að í landinu er mikið góðæri en um 40% launþega  búa við kaupmáttarskerðingu á sama tíma og stórir hópar eru að taka til sín …

Ályktun miðstjórnar vegna endurskoðunar kjarasamninga

Á fundi miðstjórnar Samiðnar í dag 15. nóv. var samþykkt eftirfarandi ályktun:   Miðað við þær tillögur sem fyrir liggja vegna endurskoðunar á kjarasamningum telur miðstjórn Samiðnar ekki rétt að formaður Samiðnar gefi samþykki sitt fyrir þeim.  Miðstjórnin bendir á að í landinu er mikið góðæri en um 40% launþega  búa við kaupmáttarskerðingu á sama tíma og stórir hópar eru að taka til sín …

Samkomulag ASÍ og SA

Í dag var undirritað samkomulag á milli Alþýðusambands Íslands f.h. aðildarsamtaka sinna og Samtaka atvinnulífsins vegna mats á launalið kjarasamninga frá vorinu 2004, eins og kveðið er á um í samningunum. Sjá nánar

Sambandsstjórnarfundur Samiðnar – Dagskrá

Sambandsstjórn Samiðnar kemur saman til fundar föstudaginn 18. nóvember n.k.   Umfjöllunarefnið er m.a. staða kjarasamninganna og hugmyndir starfsháttanefndar Samiðnar.  Fundurinn verður haldinn á Grand hóteli í Reykjavík og hefst kl. 9. Dagskrá: KL. 9.00 Fundarsetning  /  Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Samiðnar KL. 9.30 Ársreikningur vegna 2004 / Sigurjón Einarsson, gjaldkeri Umræður  og afgreiðsla Kl.  10:00  Skýrsla starfsháttarnefndar / Finnbjörn A. Hermannsson, …

Túlkun laga um atvinnuréttindi

Í tilefni af umræðum síðustu daga um málefni starfsmannaleigunnar 2 B ehf hafa Vinnumálastofnun og Samtök atvinnulífsins tekið af öll tvímæli þess efnis að fyrirtækinu 2 B ehf ber að sækja um atvinnu- og dvalarelyfi fyrir starfsmenn á þess vegum, auk þess sem því ber að fylgja lögum og ákvæðum íslenskra kjarasamninga hvað kjör mannanna varðar. Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnuna …

Bættu um betur!

Hófst þú nám í vélvirkjun eða vélsmíði en laukst því ekki?  Ertu starfandi í tengdum greinum þrátt fyrir að hafa ekki lokið sveinsprófi?  Hefur þú áhuga á að ljúka náminu sem þú hófst? Á vinnumarkaðnum eru aðilar sem hafa hafið iðnnám en ekki lokið því.  Einhverjar hindranir hafa verið til staðar sem komu í veg fyrir að því væri lokið.  …

Iðnaðarmenn njóta ekki launaskriðs í góðærinu

Launamenn geta ekki einir borið ábyrgð á verðbólgunni Eftirfarandi ályktun var samþykkt á nýafstöðnum ársfundi ASÍ: „Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði eru í uppnámi vegna mikillar verðbólgu og ójafnvægis í hagkerfinu. Við þessar aðstæður er sá ávinningur sem samningarnir áttu að skila launafólki, að mestu horfinn.  Það reynir á endurskoðunarákvæði kjarasamninga nú þegar ljóst er að forsendur þeirra eru brostnar. Markmiðin …