Ályktun vegna samnings ASÍ og SA

Á fundi miðstjórnar Samiðnar í dag 15. nóv. var samþykkt eftirfarandi ályktun:

 

Miðað við þær tillögur sem fyrir liggja vegna endurskoðunar á kjarasamningum telur miðstjórn Samiðnar ekki rétt að formaður Samiðnar gefi samþykki sitt fyrir þeim.  Miðstjórnin bendir á að í landinu er mikið góðæri en um 40% launþega  búa við kaupmáttarskerðingu á sama tíma og stórir hópar eru að taka til sín miklar launahækkanir.

 

Miðstjórnin telur að gera þurfi eftirtaldar breytingar á fyrirliggjandi tillögum:

a.       Launahækkunin komi sem % á laun.

b.       Þakið á atvinnuleysisbótum verði hækkað og tímabilið sem atvinnuleysisbætur eru sem % af launum verði lengt.

c.       Inn í lög um starfsmannaleigur komi skýr ákvæði um ábyrgð notendafyrirtækjanna.

d.      Tryggt verði að jafnræði verði milli lífeyrissjóða vegna fyrirhugaðra  þátttöku ríkisins í greiðslu örorkubóta.

 

Miðstjórn Samiðn harmar að ekki skuli vera samstaða innan ASÍ um að tryggja  launafólki stærri hlut af góðærinu sem er í landinu.