Óánægja með útdeilingu á „sérstakri eingreiðslu“

Sambandsstjórnarfundur Samiðnar haldinn 18.11 2005 lýsir yfir megnustu óánægju sinni með samkomulag forsendunefndar ASÍ og SA um útdeilingu á sérstakri eingreiðslu. Fundarmenn telja að sú mismunun sem í henni felst vera einsdæmi í sögu íslenskrar verkalýðshreyfingar. Einnig benda fundarmenn á að líklega er þetta í fyrsta skipti í sögunni að þeir sem skipt hafa um starf á árinu hafi jafnframt verið að segja upp hluta af launahækkunum framtíðarinnar.