Hófst þú nám í vélvirkjun eða vélsmíði en laukst því ekki? Ertu starfandi í tengdum greinum þrátt fyrir að hafa ekki lokið sveinsprófi? Hefur þú áhuga á að ljúka náminu sem þú hófst?
Á vinnumarkaðnum eru aðilar sem hafa hafið iðnnám en ekki lokið því. Einhverjar hindranir hafa verið til staðar sem komu í veg fyrir að því væri lokið. Bættu um betur gengur út á að ná til þessara einstaklinga, greina stöðu þeirra, meta færni og gefa þeim kost á að ljúka því iðnnámi sem þeir hófu á sínum tíma. Bættu um betur er tilraunaverkefni í vélvirkjun eða vélsmíði.
Sjá nánar www.mimir.is og www.metal.is