Lestin er farin af stað en brunar ekki hratt

Fjölmargir fundir samninganefndar iðnaðarmanna og undirhópa hafa verið haldnir með fulltrúum SA í vikunni og munu halda áfram um helgina.  Mestur tími hefur farið í að ræða möguleika á styttingu vinnuvikunnar en alkunna er að vinnuvikan á Íslandi er með því lengsta sem þekkist. Stytting vinnuvikunnar án launaskerðingar er ein megin krafa iðnaðarmannasamfélagsins.  Engin niðurstaða er komin en aðilar eru sammála um …

Fyrsti fundur á nýju ári með SA

Í morgun var haldinn fundur samninganefndar iðnfélaganna með Samtökum atvinnulífsins þar sem farið yfir vinnulag við endurnýjun kjarasamningana og tekin fyrir málefni eins og vinnutímastytting og kauptaxtamál. Megin niðurstaðan fundarins var að samningsaðilar munu skipuleggja vinnutörn næstu tvær vikurnar með það að markmiði að látið verði á það reyna hvort forsendur séu fyrir nýjum kjarasamningi. Reynist forsendur fyrir nýjum samningi …

Við segjum takk fyrir gott ár sem er að kveðja

Kæru félagar enn á ný er komið að ármótum og framundan er nýtt ár með nýjum tækifærum.Þegar horft er yfir árið sem er að kveðja þá er hægt segja að heilt yfir hafi það verið okkur Íslendingum hagfellt. Kaupmáttur launa hefur farið vaxandi og atvinnuleysi hefur verið lítið. Nú stöndum við á tímamótum því margt bendir til að sú mikla …

Staðan í kjaraviðræðunum

Það hefur ekki margt gerst þessa vikuna í tengslum við endurnýjun kjarasamninga. Iðnaðarmannasamfélagið hefur haldið áfram að útfæra kröfurnar og eiga samtal við samherja á vettvangi ASÍ um skatta-, lífeyris- og húsnæðismál. Haldinn hefur verið einn fundur með fulltrúum SA um nýtt kauptaxtakerfi þar sem fulltrúar iðnaðarmanna kynntu hugmynd að nýju kauptaxtakerfi sem endurspeglaði betur raunlaun á vinnumarkaði en núverandi …

Samiðn styrkir Jólaaðstoð Rauða krossins

Rauði krossinn fær jólastyrk Samiðnar, Byggiðnar og FIT að þessu sinni, en í stað þess að senda jólakort hefur sá háttur verið hafður á undanfarin jól að styrkja gott málefni. Rauði krossinn á Íslandi veitir fólki sem býr við fátækt eða á í erfiðleikum, sérstaka aðstoð fyrir jólin með hjálp frá almenningi og fyrirtækjum um allt land. Markmið jólaaðstoðar Rauða …

Kröfugerð iðnfélaganna lögð fram – viðræður hafnar

Fulltrúar iðnaðarmannafélaganna, VM, RSÍ, MATVÍS, GRAFÍU, Samiðnar og Félags hársnyrtisveina, hafa í dag fundað með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins. Kröfur iðnaðarmannafélaganna voru lagðar fram vegna yfirstandandi viðræðna um endurnýjun kjarasamninga sem renna úr gildi þann 31. desember næstkomandi.Iðnaðarmannafélögin leggja upp í viðræður með skýr markmið að leiðarljósi. Tryggja verður áframhaldandi kaupmáttaraukningu launa, breyta verður taxtakerfi iðnaðarmanna og hækka taxta upp að …

Sambandsstjórn: „Árangurinn tryggður og áframhaldandi kaupmáttaraukning“

Á fundi sambandsstjórnar Samiðnar sl. föstudag var farið yfir markmið komandi kjarasamningsviðræðna við Samtök atvinnulífsins og kröfugerðin kynnt. Megin markmið Samiðnar við endurnýjun kjarasamninga verður að tryggja þann árangur sem náðst hefur á síðustu árum og skapa forsendur fyrir áframhaldandi kaupmáttaraukningu. Kauptaxtakerfið verði endurskipulagt og tryggt að það endurspegli markaðslaun á hverjum tíma. Vinnuvikan verði stytt án launaskerðingar og félagslegum …

Ný forysta ASÍ

Ný forystusveit Alþýðusambands Íslands var kjörin á 43. þingi sambandsins sem lýkur í dag.  Forseti var kjörin Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, 1. varaforseti Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness og 2. varaforseti Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.  Í miðstjórn voru kjörin: Finnbogi Sveinbjörnsson, Björn Snæbjörnsson, Berglind Hafsteinsdóttir, Valmundur Valmundsson, Halldóra Sveinsdóttir, Eiður Stefánsson, Sólveig Anna Jónsdóttir, Hilmar Harðarson, Ragnar Þór Ingólfsson, Harpa Sævarsdóttir, Kristín María Björnsdóttir og Helga Ingólfsdóttir. …