Samiðn styrkir Jólaaðstoð Rauða krossins

Rauði krossinn fær jólastyrk Samiðnar, Byggiðnar og FIT að þessu sinni, en í stað þess að senda jólakort hefur sá háttur verið hafður á undanfarin jól að styrkja gott málefni.

Rauði krossinn á Íslandi veitir fólki sem býr við fátækt eða á í erfiðleikum, sérstaka aðstoð fyrir jólin með hjálp frá almenningi og fyrirtækjum um allt land. Markmið jólaaðstoðar Rauða krossins er að aðstoða þá sem eiga erfitt með að halda gleðileg jól vegna bágrar fjárhagsstöðu. Aðstoðin felst í fjárstyrkjum, matarúthlutunum og fatakortum eftir því sem við á.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Finnbjörn A. Hermannsson, formann Byggiðnar, og Hilmar Harðarson, formann FIT og Samiðnar, veita Jóhönnu Guðmundsdóttur frá RKÍ styrkinn.