Ný forystusveit Alþýðusambands Íslands var kjörin á 43. þingi sambandsins sem lýkur í dag.
Forseti var kjörin Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, 1. varaforseti Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness og 2. varaforseti Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.
Í miðstjórn voru kjörin: Finnbogi Sveinbjörnsson, Björn Snæbjörnsson, Berglind Hafsteinsdóttir, Valmundur Valmundsson, Halldóra Sveinsdóttir, Eiður Stefánsson, Sólveig Anna Jónsdóttir, Hilmar Harðarson, Ragnar Þór Ingólfsson, Harpa Sævarsdóttir, Kristín María Björnsdóttir og Helga Ingólfsdóttir.