Bættu um betur og kláraðu iðnnámið sem þú hófst en laukst ekki við

– Tilraunaverkefni á vegum Mímis-símenntunar hefst í vélvirkjun Tilraunaverkefni eru snar þáttur í starfsemi Mímis-símenntunar og eitt þeirra verkefna sem skólinn hefur fengið styrk úr Starfsmenntasjóði til þess að hrinda í framkvæmd kallast „Bættu um betur“. Það miðar að því að fá iðnaðarmenn sem á sínum tíma hófu iðnnám en luku því ekki til þess að taka upp þráðinn og …

Það á enginn að verða veikur af vinnunni sinni!

Súsanna Vilhjálmsdóttir formaður Félags hársnyrtisveina er nýkomin af norrænni ráðstefnu þar sem skaðsemi hárlita var til umfjöllunar. Hún segir mikla þörf á að taka til í þeim efnum. Það er staðreynd að margir hársnyrtar glíma við vanlíðan í vinnunni. Stoðkerfisvandamál eru til dæmis útbreidd meðal þeirra þar sem vinnustellingar hársnyrta eru ekki beinlínis heilsusamlegar. Við þessu er lítið að gera …

Áhorfendagreiðsla

Endurskoðunarnefnd Samtaka atvinnulífsins og ASÍ hefur lokið endurskoðun á forsendum kjarasamninga aðildarsambanda ASÍ við viðsemjendur sína. Eins og lesendur muna voru tvær forsendur til skoðunar. Annars vegar hvort aðrir samningar sem á eftir komu væru marktækt hærri en þeir sem ASÍ-félögin gerðu í mars til maí 2004. Hins vegar hvort verðbólga væri innan þeirra markmiða sem nefndin gaf sér. Niðurstaða …

LEIÐARI: 2b eða hvað þær nú heita þessar starfsmannaleigur

Mikill fjöldi starfsmannaleigna starfar hér nú en enginn hefur heildaryfirsýn yfir fjölda þeirra eða hvað margir starfsmenn eru á þeirra vegum Með tilkomu Impregilo og þeirra starfshátta sem því fylgdi varð öllum ljóst sem vildu vita að ef ekki yrði brugðist við með lagasetningu á starfsmannaleigur mundi skapast upplausnarástand á íslenskum vinnumarkaði. Verkalýðshreyfingin kallaði eftir samræmdum viðbrögðum félagsmálaráðherra og aðila …

Sérstök eingreiðsla 26000 kr

Sérstaka eingreiðslu kr. 26.000 fá allir þeir sem verið hafa í starfi hjá sama fyrirtæki í síðustu viku nóvember eða fyrstu viku desember í a.m.k. 45 vikur á árinu.   Aðrir fá hlutfallslega minna en að lágmarki kr. 4.500 og skal greiðslan koma til framkvæmda í síðasta lagi 15. desember.  Til að finna upphæðina fyrir þá sem starfað hafa skemur en 8 vikur …

Bréf Samiðnar til félagsmálaráðherra

Formaður Samiðnar Finnbjörn A. Hermannsson hefur sent Árna Magnússyni félagsmálaráðherra bréf, þar sem fram koma tillögur Samiðnar varðandi fyrirliggjandi drög að frumvarpi til laga um starfsmannaleigur.  Samiðn leggur á það áherslu að í lögunum verði skýr ákvæði um ábyrgð notendafyrirtækja, enda sé það forsenda þess að árangur náist og hægt verði að koma böndum á það ófremdarástand sem ríkt hefur …

Tillögur Samiðnar varðandi drög að frumvarpi til laga um starfsmannaleigur

Formaður Samiðnar Finnbjörn A. Hermannsson hefur sent Árna Magnússyni félagsmálaráðherra bréf, þar sem fram koma tillögur Samiðnar varðandi fyrirliggjandi drög að frumvarpi til laga um starfsmannaleigur.  Samiðn leggur á það áherslu að í lögunum verði skýr ákvæði um ábyrgð notendafyrirtækja, enda sé það forsenda þess að árangur náist og hægt verði að koma böndum á það ófremdarástand sem ríkt hefur á …

Iðnfræðinám – eitthvað fyrir þig?

Í tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík er boðið upp á iðnfræði sem er hagnýtt 45 eininga nám á háskólastigi, með það að markmiði að styrkja stöðu nemenda á vinnumarkaði og gera þá hæfari til að takast á við fleiri og fjölbreyttari störf. Iðnfræði er eingöngu kennd í fjarnámi og er gert ráð fyrir að námið taki þrjú ár samhliða …

Launataxtar sveitarfélög (1. jan. 2005)

Launataxtar sveitarfélög (1. janúar 2005)   1 2 3 4 5 6 7 Lfl. Byrjunarlaun 25 ára 27 ára 30 ára 35 ára 40 ára 45 ára 101 86.734 89.353 92.052 93.433 94.834 96.257 97.701 102 88.035 90.694 93.433 94.834 96.257 97.701 99.166 103 89.356 92.054 94.834 96.257 97.701 99.166 100.654 104 90.696 93.435 96.257 97.701 99.166 100.654 102.163 105 …

Samþykkt sambandsstjórnar vegna draga að frumvarpi til laga um starfsmannaleigur

Sambandsstjórn Samiðnar lýsir yfir ánægju með að stjórnvöld hafi fallist á að sett verði lög um starfsmannaleigur en lýsir jafnframt yfir vonbrigðum með fyrirliggjandi drög að frumvarpi til laga.  Sambandsstjórnin telur mikilvægt að í lögum um starfsmannaleigur og tengdum lögum sé ábyrgð notendafyrirtækja skýr hvað varðar:    A.  Upplýsingagjöf um starfskjör og starfréttindi til stéttarfélaga. B.  Að starfskjör séu í samræmi …