Formaður Samiðnar Finnbjörn A. Hermannsson hefur sent Árna Magnússyni félagsmálaráðherra bréf, þar sem fram koma tillögur Samiðnar varðandi fyrirliggjandi drög að frumvarpi til laga um starfsmannaleigur. Samiðn leggur á það áherslu að í lögunum verði skýr ákvæði um ábyrgð notendafyrirtækja, enda sé það forsenda þess að árangur náist og hægt verði að koma böndum á það ófremdarástand sem ríkt hefur á íslenskum vinnumarkaði síðustu misseri.