Sérstaka eingreiðslu kr. 26.000 fá allir þeir sem verið hafa í starfi hjá sama fyrirtæki í síðustu viku nóvember eða fyrstu viku desember í a.m.k. 45 vikur á árinu. Aðrir fá hlutfallslega minna en að lágmarki kr. 4.500 og skal greiðslan koma til framkvæmda í síðasta lagi 15. desember. Til að finna upphæðina fyrir þá sem starfað hafa skemur en 8 vikur er deilt með 45 í 26.000 kr. og sú tala margfölduð með fjölda vikna í starfi hjá viðkomandi fyrirtæki. Þeir sem skipt hafa um starf á árinu eiga ekki rétt á geriðslum frá fyrri launagreiðanda heldur eingöngu fyrir tímabilið hjá núverandi launagreiðanda. Iðnnemar fá kr. 16.400 í samræmi við starfstíma og telst starfsárið þá 45 vikur. Námstími í skóla telst sem unninn tími.