Iðnfræðinám – eitthvað fyrir þig?

Í tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík er boðið upp á iðnfræði sem er hagnýtt 45 eininga nám á háskólastigi, með það að markmiði að styrkja stöðu nemenda á vinnumarkaði og gera þá hæfari til að takast á við fleiri og fjölbreyttari störf. Iðnfræði er eingöngu kennd í fjarnámi og er gert ráð fyrir að námið taki þrjú ár samhliða vinnu. Með fullu námi má ljúka iðnfræði á einu og hálfu ári. Námið skiptist í þrjú svið: byggingariðnfræði, véliðnfræði og rafiðnfræði. Til að útskrifast sem iðnfræðingur, sem er lögverndað starfsheiti, þarf nemandi að hafa lokið sveinsprófi í iðngrein á viðkomandi sviði og veitir námið þá rétt til meistarabréfs. Byggingariðnfræðingar fá réttindi til að starfa sem byggingarstjórar.

Sjá nánar