Norræn samtök iðnaðarmanna sameinast

Samband málmiðnaðarmanna (Nordiska Metall) og Samband starfsfólks í efna-, pappírs- og textíliðnaði (NIF) með yfir 1,2 milljónir félagsmanna í 22 samböndum á Norðurlöndunum, sameinast í eitt norrænt iðnaðarmannasamband (Industrianställda i Norden, IN) þann 1. janúar n.k.    Forsendur sameiningarinnar eru að fagleg mörk iðngreinanna skarast í auknum mæli og endurspeglar sameiningin þá þróun innan landanna, auk þess sem sameinað samband …

Sameining fræðslumiðstöðva

Fulltrúar Félags hótel- og matvælagreina, Fræðslumiðstöðvar málmiðnaðarins, Menntafélags byggingariðnaðarins og Prenttæknistofnunar undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um sameiningu þessara fræðslumiðstöðva í Fræðslumiðstöð iðnaðarins.  Markmiðið með sameiningunni er að styrkja rekstrar- og þróunarverkefni í fræðslumálum iðnaðarins til skemmri og lengri tíma og byggja á þeim fjórum stoðum sem að hinni nýju fræðslumiðstöð standa.  Stefnt er að stofnun Fræðslumiðstöðvar iðnaðarins þann 1. janúar n.k. og …

Vinna á helgidögum og stórhátíðum

1.4.                Yfirvinnukaup og stórhátíðakaup 1.4.1.             Yfirvinnukaup greiðist með tímakaupi sem samsvarar 1,0385% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu. Öll vinna, sem unnin er á stórhátíðum, sbr. gr. 2.4.2., greiðist með tímakaupi sem nemur 1,375% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu. 1.4.2.             Yfirvinnukaup og stórhátíðakaup með kostnaðarliðum er fundið með því að leggja fatagjald við yfirvinnukaupið/stórhátíða­kaupið auk verkfæragjaldsins ef sveinn leggur sér til hand­verkfæri, sbr. …

Áhorfendagreiðsla

Þær launahækkanir sem nýverið náðist samkomulag um við SA eru ekki uppá marga fiska og verst að kyngja því óréttlæti sem samið var um við framkvæmd eingreiðslunnar. Ef starfsmaður hefur skipt um vinnu á árinu, eins og þriðjungur félagsmanna Samiðnar hefur gert, missir hann hluta launabótarinnar. Reglan er sú að starfsmaðurinn fær þá eingöngu hluta eingreiðslunnar í hlutfalli við ráðningartíma hjá nýjum …

2B eða hvað þær nú heita þessar starfsmannaleigur

Mikill fjöldi starfsmannaleiga starfar hér nú en enginn hefur heildaryfirsýn yfir fjölda þeirra eða hvað margir starfsmenn eru á þeirra vegum. Fyrir liggur að starfskjör þessara starfsmanna eru mjög misjöfn, allt frá því að vera í samræmi við íslenskan vinnumarkað til þess að vera verulega undir lágmarkskjörum. Sjá umfjöllun í Samiðnarblaðinu

Eystrasaltslöndin – íslensk fyrirtæki mörg og öflug

Norræn samtök iðnaðarmanna styðja við bakið á stéttarfélögum við Eystrasalt þar sem einungis sjötti hver launamaður tekur laun samkvæmt almennum kjarasamningi Hér í blaðinu hefur mikið verið fjallað um áhrif stækkunar Evrópusambandsins á vinnumarkaðinn. Mestu púðri hefur að sjálfsögðu verið eytt í innflutning á vinnuafli frá nýju aðildarríkjunum í austanverðri álfunni. En þessi peningur á sér aðra hlið og hún …

Íslenskukennsla fyrir útlendinga mesta nýjungin

– Fjölbreytt starfsemi og sívaxandi framboð af námskeiðum í tungumálum, menningu, tómstundaiðju, auk félagsmálafræðslu og starfstengdra námskeiða Mímir-símenntun er nú að hefja fjórða starfsár sitt undir því heiti en að sjálfsögðu stendur skólinn á gömlum merg, annars vegar í fræðslustarfsemi verkalýðshreyfingarinnar og hins vegar í starfsemi mála- og tómstundaskóla. Þessir þættir gera honum kleift að takast á við ný verkefni …

Nokkrir menn og spónaplata

Þjónustuviðskiptin komin út í algerar öfgar, segir Halldór Jónasson starfsmaður TR Halldór Jónasson starfsmaður Trésmiðafélags Reykjavíkur hefur farið á marga vinnustaði til þess að athuga kjör og stöðu erlendra starfsmanna. – Við höfum verið að skoða hvort þeir sem gegna störfum iðnaðarmanna séu til þess menntaðir og hæfir, hvort þeir eru á sömu launum og íslenskir iðnaðarmenn og hvort þeir …

Útlendingar eru velkomnir en ekki til að keyra niður kjörin

Rætt við Sigurð Magnússon um átaksverkefni ASÍ gegn félagslegum undirboðum „Einn réttur – ekkert svindl“ er heitið á átaki sem Alþýðusamband Íslands hratt úr vör 2. maí í vor. Það beinist gegn félagslegum undirboðum og ólöglegri atvinnustarfsemi með erlendu jafnt sem innlendu verkafólki. Tveir starfsmenn hafa sinnt þessu verkefni í sumar, Sigurður Magnússon og Guðmundur Hilmarsson. Samiðnarblaðið hitti Sigurð að …