1.4. Yfirvinnukaup og stórhátíðakaup
1.4.1.
Yfirvinnukaup greiðist með tímakaupi sem samsvarar 1,0385% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu. Öll vinna, sem unnin er á stórhátíðum, sbr. gr. 2.4.2., greiðist með tímakaupi sem nemur 1,375% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu.
1.4.2.
Yfirvinnukaup og stórhátíðakaup með kostnaðarliðum er fundið með því að leggja fatagjald við yfirvinnukaupið/stórhátíðakaupið auk verkfæragjaldsins ef sveinn leggur sér til handverkfæri, sbr. fylgiskjöl nr. 3-6.
1.5. Laun fyrir óunna helgidaga
1.5.1.
Laun fyrir óunna helgidaga sem falla á mánudaga til föstudaga, eru greidd í 8 stundir á þeim taxta sem starfsmaður fær í dagvinnu aðra daga, auk yfirborgunar, ef hún eru fyrir hendi, þó að frádregnu fatagjaldi og verkfæragjaldi.
1.5.2.
Heimilt er að greiða 4,59% álag á dagvinnulaun málara, múrara, pípulagningamanna og veggfóðrara og kemur það þá í stað dagvinnulauna fyrir greidda helgidaga.
1.6. Laun fyrir unna helgidaga og stórhátíðir
1.6.1.
Sé unnið helgidaga sem ekki teljast stórhátíðir er, auk dagvinnulauna fyrir greidda helgidaga, greitt yfirvinnukaup með kostnaðarliðum.
1.6.2.
Sé unnið á stórhátíðum er, auk dagvinnulauna fyrir greidda helgidaga greitt stórhátíðakaup með kostnaðarliðum.
2.4. Helgidaga- og stórhátíðavinna
2.4.1. Helgidagar eru:
Skírdagur
Annar í páskum
Sumardagurinn fyrsti
1. maí
Uppstigningardagur
Annar í hvítasunnu
Frídagur verslunarmanna
Annar í jólum
2.4.2. Stórhátíðadagar eru:
Nýársdagur
Föstudagurinn langi
Páskadagur
Hvítasunnudagur
17. júní
Aðfangadagur jóla eftir kl. 12:00
Jóladagur
Gamlársdagur eftir kl. 12:00
2.4.3.
Aðfangadag jóla og gamlársdag reiknast dagvinnutími til kl. 12:00 á hádegi.