Sameining fræðslumiðstöðva

Fulltrúar Félags hótel- og matvælagreina, Fræðslumiðstöðvar málmiðnaðarins, Menntafélags byggingariðnaðarins og Prenttæknistofnunar undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um sameiningu þessara fræðslumiðstöðva í Fræðslumiðstöð iðnaðarins.  Markmiðið með sameiningunni er að styrkja rekstrar- og þróunarverkefni í fræðslumálum iðnaðarins til skemmri og lengri tíma og byggja á þeim fjórum stoðum sem að hinni nýju fræðslumiðstöð standa.  Stefnt er að stofnun Fræðslumiðstöðvar iðnaðarins þann 1. janúar n.k. og að vinnu við mótun á stefnu, nýju skipulagi og við frágang á samrunagögnum verði lokið mánuði síðar.