Hæstiréttur túlkar þröngt – menn tefli aldrei í tvísýnu

Hinn 20. desember síðastliðinn sneri Hæstaréttur við dómi héraðsdóms í skaðabótamáli sem trésmiður höfðaði á hendur verktakafyrirtæki vegna vinnuslyss sem hann varð fyrir þegar hann vann við að einangra loft verslunarrýmis í Smáralind. Dómur Hæstaréttar hefur vakið nokkra athygli, bæði meðal lögmanna og hjá Vinnueftirlitinu og verkalýðshreyfingunni. Samiðnarblaðið leitaði eftir áliti hjá lögmanni Vinnueftirlitsins og ræddi við lögmann Samiðnar. Í …

Samanburður á lífskjörum á Norðurlöndum

Íslendingar standast vel samanburð við aðrar Norðurlandaþjóðir þegar litið er til heildarlauna en þegar tekið hefur verið tillit til langs vinnutíma og verðlags hér á landi versnar staða okkar talsvert og Íslendingar verða   eftirbátar nágrannaþjóðanna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu um lífskjör á Norðurlöndum sem hagdeild Alþýðusambands Íslands gaf út nýverið. Í skýrslunni er að finna …

Hársnyrtingar eiga við mig

Nonni Quest kallar hann sig. Um tíma snyrti hann hár rússneskra auðmanna sem höfðu með sér vopnaða lífverði. Núna eru helstu viðskiptamenn Nonna gestir Kringlunnar. Hann er nú á leið til Los Angeles til að taka þátt í sýningu. Rétt nafn Nonna Quest er Jón Aðalsteinn Sveinsson – Ég ætlaði mér nú aldrei í hársnyrtingu. Móðir mín starfaði við þetta …

Sameiningarviðræður í biðstöðu

Matvís og Félag bókagerðarmanna hafa tekið vel í hugmyndir Samiðnar um að efla samstarf sem gæti leitt til sameiningar í framtíðinni. Málið hefur verið sett á ís meðan beðið er niðurstöðu í atkvæðagreiðslu Félags járniðnaðarmanna um hvort félagið sameinast Vélstjórafélagi Íslands. Finnbjörn Hermannsson formaður Samiðnar segir að slagkrafturinn aukist til muna takist að sameina iðnaðarmannahópinn innan ASÍ í nýtt samband. …

Vel búið að starfsmönnum á Orminum langa

Aðbúnaður þeirra tvö þúsund starfsmanna sem vinna við að koma upp geysimikilli gasstöð út af Vestur-Noregi er til fyrirmyndar. Allir starfsmennir búa í eins manns herbergjum með sturtu og salerni, hafa aðgang að þreksal, bókasafni, tölvuherbergi, krá og tómstundaherbergi. Mötuneytið býður morgunverð, hádegismat, fjögurra rétta kvöldmat og kvöldkaffi. Auk þess gefst starfsmönnum reglulega kostur á ferðalögum, menn geta stundað knattspyrnu …

Jöfnuður og hagvöxtur

Um þessar mundir erum við á fullu að eyða peningum sem við erum ekki ennþá búin að vinna fyrir. Þess vegna er afar brýnt að við eyðum þeim ekki í tóma vitleysu. Reyndar er bráðnauðsynlegt að við verjum þeim í eins arðbær verkefni og mögulegt er, ella blasir við okkur gjaldþrot. Það er gott og blessað að eyða í stóriðjuverkefni …

Misskiptingin er að stórum hluta heimatilbúin

Rætt við Stefán Ólafsson prófessor um aukinn ójöfnuð í samfélaginu sem hnattvæðingunni er oft kennt ranglega um Það hefur gustað nokkuð um Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði að undanförnu. Hann hefur gagnrýnt stjórnvöld fyrir að auka á misskiptinguna með aðhaldi í velferðarkerfinu og breytingum á skattkerfinu sem gagnist fyrst og fremst hinum tekjuhærri í samfélaginu. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa tekið þetta …

Lóðir, útboð og ódýrt vinnuafl

Lóðaúthlutanir: Á höfuðborgarsvæðinu hefur verið tilfinnanlegur skortur á lóðum undir nýjar íbúðir undanfarin ár. Þessi lóðaskortur hefur verið annar tveggja meginþátta í að hækka íbúðaverð á Íslandi. Hinn þátturinn er breytingar á lánafyrirkomulagi vegna íbúðakaupa. Þetta háa íbúðaverð hefur gert það að verkum að ágóði af byggingarstarfsemi hefur stóraukist. Ekki gréti ég það ef hann skilaði sér til þeirra launamanna …

LEIÐARINN: Standast Íslendingar ekki alþjóðlega samkeppni?

Við heyrum oft þegar talað er um alþjóðavæðinguna að erfitt sé að standast erlenda samkeppni og ódýrt vinnuafl. Því er haldið fram að launakostnaður og tengdur kostnaður sé svo hár á Íslandi að við séum ekki samkeppnisfær. Stundum er því haldið fram að ein af forsendum Kárahnjúkavirkjunar sé hið lága tilboð Impregilo í stíflu- og gangagerð og svo notkun ódýrs …

Samiðn vinnur mál gegn Impregilo í héraðsdómi

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag portúgölskum trésmiði í vil í máli sem Samiðn höfðaði fyrir hans hönd.  Maðurinn var ráðinn til starfa hjá Impregilo í gegnum starfsmannaleiguna Select.  Hann var ráðinn sem trésmiður en látinn starfa sem verkamaður og fékk laun sem slíkur.  Starfsmaðurinn gerði ítrekaðar tilraunir til að fá þetta leiðrétt en án árangurs.  Samiðn tók málið upp fyrir …