Samiðn vinnur mál gegn Impregilo í héraðsdómi

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag portúgölskum trésmiði í vil í máli sem Samiðn höfðaði fyrir hans hönd.  Maðurinn var ráðinn til starfa hjá Impregilo í gegnum starfsmannaleiguna Select.  Hann var ráðinn sem trésmiður en látinn starfa sem verkamaður og fékk laun sem slíkur.  Starfsmaðurinn gerði ítrekaðar tilraunir til að fá þetta leiðrétt en án árangurs.  Samiðn tók málið upp fyrir hans hönd og höfðaði mál gegn Impregilo.  Impregilo taldi kröfunni ranglega að sér beint þar sem starfsmaðurinn hafi í raun verið starfsmaður starfsmannaleigunnar Select.  Þessu hafnaði dómurinn og féllst á rök Samiðnar um að trésmiðurinn hafi í raun verið starfsmaður Impregilo en ekki starfsmannaleigunnar.  Ráðningasamningur mannsins við starfsmannaleiguna hafi því í raun verið málamyndagjörningur.

 

Samiðn telur að með þessum dómi hafi verið fallist á málatilbúnað sinn um að fyrirtæki sem tekur við starfsmanni til vinnu í gegnum starfsmannaleigu, er raunverulegur atvinnurekandi starfsmannsins.  Starfsmannaleiga hefur því aðeins það hlutverk að útvega vinnuafl.

 

Sjá dóm Héraðsdóms Reykjavíkur