Golfmót meistara og sveina

Hið árlega golfmót Meistarafélags húsasmiða og Trésmiðafélags Reykjavíkur verður haldið á golfvellinum Kiðjabergi.

Golfmót Samiðnar

Að þessu sinni verður mótið haldið á Leirunni við Keflavík. 

Lög um ábyrgð verkkaupa/notendafyrirtækja í Finnlandi

Atvinnumálaráðuneytið og aðilar vinnumarkaðarins í Finnlandi náðu nýlega samkomulagi um innihald nýrra laga sem skilgreina ábyrgð verkkaupa / notendafyrirtækja sem nýta sér t.d. erlent vinnuafl.  Í frumvarpinu kemur fram hvaða þætti fyrirtæki ber að kanna áður en það nýtir sér utanaðkomandi vinnuafl. Ætlunin er að tryggja að þeir undirverktakar og starfsmannaleigur sem fyrirtækið notar, uppfylli sínar skyldur og virði vinnureglur. …

Kaupmáttaraukning ekki meiri síðan 2001

Síðastliðna tólf mánuði hafa laun hækkað um 8,6% og kaupmáttur um 4,3% ef tekið er mið af þróun neysluverðs.  Í febrúar einum hækkuðu laun um 0,6% og hefur kaupmáttaraukningin ekki mælst meiri síðan í aprílmánuði 2001.  Sjá Morgunkorn Glitnis

Orlofsuppbótin – 22.400 kr.

Starfsmaður sem hefur áunnið sér fullan orlofsrétt, með starfi hjá sama atvinnurekanda næstliðið orlofsár og er í starfi í síðustu viku apríl eða í fyrstu viku maí, skal við upphaf orlofstöku eða eigi síðar en 15.ágúst fá greidda orlofsuppbót kr. 22.400 miðað við fullt starf en hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma.  Orlofsuppbót nema er kr. 16.800.  Fullt starf telst vera …

Samiðnarblaðið komið út

Félagsblað Samiðnar er nú komið út og hefur verið sent félögum í aðildarfélögum Samiðnar.  Meðal efnis er áhugaverð umfjöllun um Orminn langa sem er risaframkvæmd í Noregi sem miðar að sölu á gasi til Englands.  Áhugavert er að bera saman þessa framkvæmd við það ástand sem við þekkjum á Kárahnjúkum.  Einnig er viðtal í blaðinu við Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði …

Atkvæðagreiðsla um sameiningu við vélstjóra stendur yfir

Atkvæðagreiðsla stendur nú yfir meðal félaga í Félagi járniðnaðarmanna um hvort rétt sé að sameina félagið Vélstjórafélagi Íslands. Viðræður um þetta hafa staðið yfir um nokkra hríð og liggur fyrir skýrsla viðræðunefndar um málið. Öllum greiðandi félagsmönnum Félags járniðnaðarmanna hafa verið send kjörgögn og munu niðurstöður liggja fyrir 31. mars. Örn Friðriksson formaður Félags járniðnaðarmanna segir að það hafi verið …

Grundvöllur norræna velferðarsamfélagsins er í húfi

segir Sam Hägglund framkvæmdastjóri Norræna byggingarsambandsins um Vaxholms-málið sem nú er fyrir Evrópudómstólnum Nú er rekið fyrir Evrópudómstólnum mál sem gæti haft verulega þýðingu fyrir kjör launafólks og starfsemi stéttarfélaga á Norðurlöndum. Það snýst um starfsemi lettneska verktakafyrirtækisins Laval un Partneri í Svíþjóð og viðbrögð samtaka sænskra byggingarmanna og rafvirkja við undanbrögðum þess frá því að greiða laun sem samrýmast …

Vaxholm-málið

Árið 2001 stofnaði lettneska fyrirtækið Laval un Partneri dótturfyrirtæki undir nafninu Baltic Bygg í Svíþjóð. Fyrst um sinn virðist það ekki hafa haft neitt starfslið en leigði starfsmenn frá móðurfyrirtækinu. Vorið 2004 bauð Baltic Bygg í byggingu skóla í bænum Vaxholm skammt frá Stokkhólmi og fékk verkið. Í verksamningi var ákvæði um að verktakanum og öðrum fyrirtækjum sem tengdust verkinu …