Félagsblað Samiðnar er nú komið út og hefur verið sent félögum í aðildarfélögum Samiðnar. Meðal efnis er áhugaverð umfjöllun um Orminn langa sem er risaframkvæmd í Noregi sem miðar að sölu á gasi til Englands. Áhugavert er að bera saman þessa framkvæmd við það ástand sem við þekkjum á Kárahnjúkum. Einnig er viðtal í blaðinu við Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði en hann hefur gagnrýnt stjórnvöld fyrir ójöfnuð í skattkerfinu og vill meina að vandinn sé að stórum hluta heimaatilbúinn. Umfjöllun um Vaxholm-málið og viðtal við framkvæmdastjóra Norræna byggingamannasambandsins er einnig til umfjöllunar en Vaxholm-málið snýst að stórum hluta um grundvöll samskipta á vinnumarkaði og gæti haft verulega þýðingu fyrir kjör launafólks og starfsemi verkalýðsfélaga.
Sjá Samiðnarblaðið