Sameiningarviðræður í biðstöðu

Matvís og Félag bókagerðarmanna hafa tekið vel í hugmyndir Samiðnar um að efla samstarf sem gæti leitt til sameiningar í framtíðinni. Málið hefur verið sett á ís meðan beðið er niðurstöðu í atkvæðagreiðslu Félags járniðnaðarmanna um hvort félagið sameinast Vélstjórafélagi Íslands. Finnbjörn Hermannsson formaður Samiðnar segir að slagkrafturinn aukist til muna takist að sameina iðnaðarmannahópinn innan ASÍ í nýtt samband. …

Hársnyrtingar eiga við mig

Nonni Quest kallar hann sig. Um tíma snyrti hann hár rússneskra auðmanna sem höfðu með sér vopnaða lífverði. Núna eru helstu viðskiptamenn Nonna gestir Kringlunnar. Hann er nú á leið til Los Angeles til að taka þátt í sýningu. Rétt nafn Nonna Quest er Jón Aðalsteinn Sveinsson – Ég ætlaði mér nú aldrei í hársnyrtingu. Móðir mín starfaði við þetta …

Samanburður á lífskjörum á Norðurlöndum

Íslendingar standast vel samanburð við aðrar Norðurlandaþjóðir þegar litið er til heildarlauna en þegar tekið hefur verið tillit til langs vinnutíma og verðlags hér á landi versnar staða okkar talsvert og Íslendingar verða eftirbátar nágrannaþjóðanna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu um lífskjör á Norðurlöndum sem hagdeild Alþýðusambands Íslands gaf út nýverið. Í skýrslunni er að finna …

Hæstiréttur túlkar þröngt – menn tefli aldrei í tvísýnu

Hinn 20. desember síðastliðinn sneri Hæstaréttur við dómi héraðsdóms í skaðabótamáli sem trésmiður höfðaði á hendur verktakafyrirtæki vegna vinnuslyss sem hann varð fyrir þegar hann vann við að einangra loft verslunarrýmis í Smáralind. Dómur Hæstaréttar hefur vakið nokkra athygli, bæði meðal lögmanna og hjá Vinnueftirlitinu og verkalýðshreyfingunni. Samiðnarblaðið leitaði eftir áliti hjá lögmanni Vinnueftirlitsins og ræddi við lögmann Samiðnar. Í …

Vaxholm-málið

Árið 2001 stofnaði lettneska fyrirtækið Laval un Partneri dótturfyrirtæki undir nafninu Baltic Bygg í Svíþjóð. Fyrst um sinn virðist það ekki hafa haft neitt starfslið en leigði starfsmenn frá móðurfyrirtækinu. Vorið 2004 bauð Baltic Bygg í byggingu skóla í bænum Vaxholm skammt frá Stokkhólmi og fékk verkið. Í verksamningi var ákvæði um að verktakanum og öðrum fyrirtækjum sem tengdust verkinu …

Grundvöllur norræna velferðarsamfélagsins er í húfi

segir Sam Hägglund framkvæmdastjóri Norræna byggingarsambandsins um Vaxholms-málið sem nú er fyrir Evrópudómstólnum Nú er rekið fyrir Evrópudómstólnum mál sem gæti haft verulega þýðingu fyrir kjör launafólks og starfsemi stéttarfélaga á Norðurlöndum. Það snýst um starfsemi lettneska verktakafyrirtækisins Laval un Partneri í Svíþjóð og viðbrögð samtaka sænskra byggingarmanna og rafvirkja við undanbrögðum þess frá því að greiða laun sem samrýmast …

Atkvæðagreiðsla um sameiningu við vélstjóra stendur yfir

Atkvæðagreiðsla stendur nú yfir meðal félaga í Félagi járniðnaðarmanna um hvort rétt sé að sameina félagið Vélstjórafélagi Íslands. Viðræður um þetta hafa staðið yfir um nokkra hríð og liggur fyrir skýrsla viðræðunefndar um málið. Öllum greiðandi félagsmönnum Félags járniðnaðarmanna hafa verið send kjörgögn og munu niðurstöður liggja fyrir 31. mars.Örn Friðriksson formaður Félags járniðnaðarmanna segir að það hafi verið sameiginleg …

Veruleg hækkun launa á síðasta ári

Laun hækkuðu að jafnaði um 10% á síðasta ári og þrátt fyrir vaxandi verðbólgu hefur kaupmáttur aukist nokkuð á sama tímabili.  Að mati greiningardeildar Glitnis er enn til staðar verulegur þrýstingur til hækkunar launa en sökum innflutnings á erlendu vinnuafli þá er hann minni en ella. Sjá nánar Greiningu Glitnis.

Trúnaðarmannanámskeið í október

Ákveðið hefur verið að halda námskeið fyrir trúnaðarmenn Félags iðn- og tæknigreina, Félags járniðnaðarmanna og Trésmiðafélags Reykjavíkur 3. og 4., 17. og 18. og 24. október.  Þeir trúnaðarmenn félaganna sem hug hafa á að sækja námskeiðin snúi sér til Þjónustuskrifstofu iðnfélaga í síma 5356000 varðandi frekari upplýsingar og skráningu.