Kjaradeilunni við SA vísað til ríkissáttasemjara

Formaður Samiðnar Hilmar Harðarson átti í dag fundi með framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins og ríkissáttasemjara og afhenti þeim tilkynningu þar sem ríkissáttasemjara er falin verkstjórn í yfirstandandi kjaradeilu við SA.  Iðnfélögin ákváðu að loknum árangurslausum samningafundi í gær, að vísa deilunni til sáttasemjara í þeirri von að meiri festa og skriður komist á viðræðurnar með það að markmiði að nýr kjarasamningur …

Lokað vegna flutninga

Skrifstofa Samiðnar verður lokuð næstkomandi fimmtudag og föstudag, 28. febrúar og 1. mars, vegna flutninga í Stórhöfða 31.   Senda má tölvupóst til palmi@samidn.is ef erindið er brýnt.

Formaður fær heimild til vísunar til ríkissáttasemjara

Á fundi samninganefndar Samiðnar í dag var formanni Samiðnar Hilmari Harðarsyni veitt heimild til að vísa yfirstandandi kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Þrátt fyrir þá heimild breytir það í engu ásetningi samninganefndar að láta á það reyna á næstu dögum hvort ljúka megi deilunni með kjarasamningi. Mikilvægt er að leggja áherslu á að verkefnið er ekki bara að gera …

Gullgrafaraástand hjá efstu lögum samfélagsins

Ekki er hægt að halda því fram að okkur hafi miðað mikið áfram í samningaviðræðunum þessa vikuna en höfum þó reynt að þoka málum í rétta átt. Tíminn hefur verið notaður í samtöl við atvinnurekendur í einstökum starfsgreinum s.s í málm- og byggingageiranum. SA hefur lagt fram tilboð til þeirra félaga sem hafa vísað deilunni til sáttasemjara og kynnt það …

Sættum okkur ekki við að allt sé dýrara á Íslandi

Í síðustu viku birti ASÍ verðkönnun sem gerð var í öllum höfuðborgum Norðurlanda. Það sem vekur athygli er hvað verðmunurinn er mikill, en 67% dýrara er að kaupa vörukörfuna í Reykjavík en t.d. í Helsinki þar sem hún var ódýrust. Við Íslendingar eigum ekki að sætta sig við allt sé svo miklu dýrara hér en í þeim löndum sem við …

Krafa er stytting vinnuvikunnar og góð laun fyrir dagvinnu

Nokkur hægagangur hefur verið í samningamálum þessa vikuna og er ýmislegt sem veldur því, m.a. að samningsgerðin er mjög flókin og þung. Þetta er ekkert nýtt, stundum ganga hlutirnir hratt og vel en svo koma stundir þar sem lítið er að gerast. Það sem hefur vakið mesta athygli þessa vikuna er verðkönnun ASÍ sem gerð var í höfuðborgum Norðurlandanna á …

Ekki vika stórra tíðinda – en viðræður halda áfram

Vikan sem senn er að baki verður kannski ekki skráð sem vikan þegar stóru tíðindin bárust af viðræðum um endurnýjun kjarasamninga. En viðræðum hefur verið haldið áfram. Að stytta vinnuvikuna án skerðingar á launum og gera samhliða ráðstafanir til þess að tekjur fyrir dagvinnu dugi til góðrar afkomu, og innan ekki langs tíma verði yfirvinna frekar undantekning en meginregla, er …

Eingreiðsla 1. febrúar

Þann 1. febrúar greiðist sérstök eingreiðsla til þeirra sem starfa eftir kjarasamningum ríkis og sveitarfélaga eða eftirtalinna stofnana/fyrirtækja á þeirra vegum: Ríkið – kr. 55.000Reykjavíkurborg – kr. 49.000Sveitarfélögin – kr. 49.000Strætó – kr. 49.000Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma – kr. 55.000Faxaflóahafnir – kr. 49.000 >>> Sjá nánar Eingreiðslan miðast við starfsfólk í fullu starfi og er við störf í desember 2018 og enn …

Stytting vinnuvikunnar og nýtt launakerfi

Vinnan við gerð nýs kjarasamnings hefur haldið áfram í þessari viku og athyglin beinst að styttingu vinnuvikunnar og gerð nýs launakerfis. Það sem borið hefur hæst eru húsnæðismálin og framlagning tillagna húsnæðishópsins sem forsætisráherra skipaði fyrir tveimur mánuðum. Margar þeirra tillagna sem starfshópurinn leggur til eru góðar og munu leiða til framfara ef þeim verður hrint í framkvæmd. Margar nefndir …

Hugmyndir um styttingu vinnuvikunnar farnar að skýrast

Í vikunni hafa viðræður Samtaka atvinnulífsins og iðnaðarmannasamfélagsins um styttingu vinnuvikunnar haldið áfram og er sú umræða farin að taka á sig nokkuð skýra mynd og ekki ósennilegt að hægt verði að landa því. Hafin er umræða um launakerfið og svigrúm til launahækkana en engin formleg tillaga liggur fyrir. Unnið er í smærri hópum en stóra samninganefndin mun hitta SA …