Í síðustu viku birti ASÍ verðkönnun sem gerð var í öllum höfuðborgum Norðurlanda. Það sem vekur athygli er hvað verðmunurinn er mikill, en 67% dýrara er að kaupa vörukörfuna í Reykjavík en t.d. í Helsinki þar sem hún var ódýrust.
Við Íslendingar eigum ekki að sætta sig við allt sé svo miklu dýrara hér en í þeim löndum sem við berum okkur saman við.
Fátt hefur meiri áhrif á afkomu almennings en verðlag á nauðsynjavörum ekki síst hjá þeim sem búa við lökustu kjörin.
Samiðn krefst þess að stjórnvöld fái hlutlausan aðila til að gera samanburðarrannsókn á verðlagi í smávöruverslunum á Íslandi og hinum Norðurlöndunum.
Mikilvægt er að öll keðjan verði skoðuð s.s. innkaupverð, tollar, skattlagning, birgjar, dreifing, álagning og ekki síst milliliðir.
Komi í ljós að það er verðmunur á Íslandi og hinum Norðurlöndunum verði ástæður þess greindar og birtar almenningi.
Niðurstöður rannsóknarinnar verði birtar sem fyrst eða eigi síðar en 1. maí n.k.