DESEMBERUPPBÓT

Desemberuppbótin í ár er kr. 40.700 fyrir þá sem eru í fullu starfi og skal greiðast út eigi síðar en 15.desember.  Iðnnemar fá kr. 25.600.  Starfsmenn í hlutastarfi fá greitt í samræmi við starfshlutfall.  Starfsmenn með skemmri starfstíma skulu fá greitt hlutfallslega miðað við starfstíma sinn, en uppgjörstímabilið er almanaksárið og telst starfsárið þá vera 45 unnar vikur.   Starfsfólk Reykjavíkurborgar …

Ný vísitala – vísitala launakostnaðar

Hagstofa Íslands hefur hafið birtingu á vísitölu launakostnaðar sem hluta af evrópskri hagsýslugerð og er nú birt hér á landi í fyrsta sinn.  Vísitala launakostnaðar verður birt ársfjórðungslega og sýnir breytingu launakostnaðar á vinnustund. Sjá nánar.

Aukning launakostnaðar í byggingastarfsemi minni en í verslun, iðnaði og samgöngum

Samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í morgun hefur heildarlaunakostnaðar í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð einungis aukist um 27,2% á síðustu fjórum árum, á meðan verslun og viðgerðarþjónusta jókst um 42,5%, iðnaður um 35,4% og samgöngur og flutningar um 36,7%, ef tekið er mið af sama tímabili.  Ástæður þessa munar rekur Greiningardeild Glitnis til innflutnings á ódýru vinnuafli og þá ekki síst í kringum …

Nám í matstækni

Matstækni er hagnýtt og sérhæft nám sem er sniðið fyrir sérfræðinga og þá sem hafa hug á að starfa á sviði eignamats, s.s. kostnaðarmats vegna viðhalds fasteigna, markaðsmats vegna fasteignaviðskipta o.fl. Kynningarfundur vegna námsins verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 6. janúar kl. 13:30. Sjá nánar

Lítill hluti ráðstöfnunartekna í sparnað

Ef marka má neyslukönnun Hagstofunnar þá leggja Íslendingar lítinn hluta ráðstöfunartekna sinna í sparnað en meðal ráðstöfnunartekjur heimilanna á árunum 2003-2005 voru 365 þús. kr. en útgjöldin voru 341 þús. kr. og á þá eftir að taka með í reikninginn vexti og afborganir af lánum.  Það gefur því auga leið að það er lítið til skiptanna í sparnað og gefur könnunin e.t.v. …

Alþjóðlegur baráttudagur farandverkafólks

Alþjóðasamand byggingamanna kallar eftir samstöðu með farandverkafólki og alþjóðlegri mannréttindabaráttu á alþjóðlegum baráttudegi fyrir mannréttindum (10. desember) og alþjóðlegum baráttudegi farandverkafólks (18. desember).  Farandverkafólk skal njóta sömu réttinda og annað verkafólk og skal ekki vera notað sem vörur á markaði.  Það er hlutverk stéttarfélaga að verja þetta fólk og beita sér í réttindabaráttu þess hvað varðar laun og aðbúnað.      Sjá nánar

Hæstiréttur fellst á meginkröfu Samiðnar um notendaábyrgð Impregilo

Í þessu máli var tekist á um tvö megin atriði, annars vegar greiðsluábyrgð Impregilo á vangreiddum launum til Monteiro og hins vegar hvort miða ætti við ákvæði ráðningarsamnings um að greiða honum laun sem trésmiðs eða verkamanns.    Samkvæmt ráðningarsamningi við starfsmannaleiguna Select var maðurinn ráðinn sem trésmiður en starfaði aldrei sem slíkur og fékk ekki laun samkvæmt kjarasamningi trésmiða. Hæstiréttur …

Er hægt að skapa slysalausan vinnustað?

Fimmtudaginn 7. desember efnir Græni krossinn til sinnar fyrstu ráðstefnu um öryggis- og heilbrigrigðismál á vinnustöðum og í samfélaginu.  Leitast verður við að svara spurningum um hvort og hvernig við getum aukið árangur okkar í heilbrigðis- og öryggismálum þannig að starfsfólk skili sér ávallt heilt heim.  Ráðstefnan verður haldin á Hótel Nordica og hefst kl. 9. Sjá nánar

Leiðari Samiðnarblaðsins: Örugg íbúðarkaup – útrýmum fúski

Það er löng hefð fyrir því á Íslandi að almenningur eigi íbúðarhúsnæði sitt og ráðstafi framtíðartekjum með mikilli skuldsetningu í tengslum við íbúðarkaup. Þrátt fyrir að Íslendingar hafi lengi búið við eignarfyrirkomulag hafa ekki myndast öflug hagsmunasamtök til að verja hagsmuni íbúðarkaupenda. Til eru öflug byggingarfyrirtæki sem leggja metnað sinn í vandaða framleiðslu og vönduð viðskipti með íbúðarhúsnæði. En því …

Samiðnarblaðið komið út

Annað tölublað ársins af Samiðnarblaðinu er nú komið út og er efni blaðsins að mestu leyti helgað umfjöllun um kjör erlendra starfsmanna hér á landi auk þess sem fjallað er um fúsk og kennitöluflakk í byggingariðnaði.  Þá er umfjöllun um „ókyrr kjör“ þar sem hagfræðingur ASÍ skrifar um breytingar á skipulagi og innihaldi vinnumarkaðarins í ljósi hnattvæðingarinnar. Sjá Samiðnarblaðið