Lítill hluti ráðstöfnunartekna í sparnað

Ef marka má neyslukönnun Hagstofunnar þá leggja Íslendingar lítinn hluta ráðstöfunartekna sinna í sparnað en meðal ráðstöfnunartekjur heimilanna á árunum 2003-2005 voru 365 þús. kr. en útgjöldin voru 341 þús. kr. og á þá eftir að taka með í reikninginn vexti og afborganir af lánum.  Það gefur því auga leið að það er lítið til skiptanna í sparnað og gefur könnunin e.t.v. góða mynd af skuldsetningu heimilanna hér á landi. 

Í neyslukönnuninni kemur einnig fram að fækkað hefur í meðalheimili hér á landi úr 2,82 íbúum árið 1995 í 2,5 íbúa á árabilinu 2003-2005.  Þá kemur einnig fram að hlutur matar og drykkjarvöru hefur farið minnkandi í útgjöldum Íslendinga undanfarin ár en hlutur húsnæðis, rafmagns og hita aukist hratt og þá í takt við hækkandi húsnæðisverð.

Greiningardeild Glitnis hefur tekið saman ýmsar forvitnilegar upplýsingar úr neyslukönnun Hagstofunnar og má sækja þær hér.