Samiðnarblaðið komið út

Meðal efnis í Samiðnarblaðinu að þessu sinni er athyglisvert viðtal við Þórólf Matthíasson prófessor við Háskóla Íslands, þar sem hann leggur mat á stöðu krónunnar og áhrif þess verði evran tekin upp hér á landi.  Einnig er í blaðinu yfirgripsmikil umfjöllun um óvönduð vinnubrögð í byggingariðnaði og stöðu kaupenda húsnæðis verði þeir fyrir barðinu á fúski. Sjá nánar.

Vinnugleði Þjóðverjanna til eftirbreytni

Einar Mikael Sverrisson trésmiður brá sér í starfsþjálfun á vegum Leonardo-verkefnisins til Þýskalands áður en hann lauk trésmíðanámi. Hann segir hér frá reynslu sinni.   – Það sem kom mér kannski mest á óvart var hvað Þjóðverjarnir eru vinnusamir og hvað þeir hafa mikla ánægju af vinnunni. Hins vegar kom mér það ekki á óvart hvað vinnan var vel skipulögð, …

Samiðn vill taka þátt í að móta framtíð Iðnskólans í Reykjavík

– Við leggjum áherslu á að iðnnám verði eflt, hvort sem það er gert undir merkjum ríkisrekinna iðnskóla eða einkaskóla sem fá rekstrarfé sitt frá hinu opinberra, segir Finnbjörn Hermannsson formaður Samiðnar. Málefni Iðnskólans í Reykjavík hafa verið talsvert í umræðunni í vetur eftir að skólastjórar hans og Fjöltækniskólans viðruðu hugmyndir um sameiningu skólanna. Hugmynd skólastjóranna er að hinn nýi …

Umhverfisfræðsla í fyrirtækjum

Nú þegar ekkert fyrirtæki getur verið þekkt fyrir annað en að hafa umhverfisstefnu fer maður að hugleiða hvernig fyrirtækin ætla að standa við stefnuna og framkvæma hana. Umhverfismál eru ekki bara að vernda hálendið eða lofthjúpinn, og enginn getur breytt öllu, en öll getum við gert eitthvað og þá er nærtækast að byrja á okkar næsta umhverfi. Umhverfisstefna er yfirlýsing …

Iðnmenntun skilar sér í námi í tæknifræði og verkfræði

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að iðn- og starfsmenntuðum einstaklingum með frumgreinapróf frá Háskólaum í Reykjavík vegni betur í tækni- og verkfræðinámi við sama skóla en nemendum með stúdentspróf. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn við skólann. Rannsóknin var gerð sumarið 2006. Tilgangur hennar var að gera samanburð á gengi iðnlærðra nemenda með frumgreinapróf og nemenda með stúdentspróf sem stunduðu …

Staða kaupenda oft erfið

segir Íris Ösp Ingjaldsdóttir, lögfræðingur og yfirmaður Leiðbeininga- og kvörtunarþjónustu Neytendasamtakanna     Íris Ösp Ingjaldsdóttir hjá Neytendasamtökunum segir alltaf eitthvað um kvartanir vegna galla á nýju húsnæði. Oftast sé um að ræða galla sem tengjast því að ekki sé búið að ganga frá íbúðum og sameignum að fullu leyti. Ekki sé alltaf um að ræða stór mál, stundum skortir …

Ný eign á að vera gallalaus!

Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins, segir að fasteignasalar séu stundum í herkví vegna tengsla við verktaka og þá halli allajafna á kaupandann   Húseigendafélagið var stofnað árið 1923. Það er skilgreint sem almennt hagsmunafélag allra fasteignaeigenda á Íslandi, hvort sem um er að ræða íbúð, einbýlishús, atvinnuhúsnæði, land eða jörð. Félagsmenn eru um átta þúsund, einstaklingar, fyrirtæki og félög, þar …

Þjóðhagslega hagkvæmt að sáttameðferð sé valkostur við dómstóla

Embætti talsmanns neytenda er tiltölulega nýtt, sett á stofn 1. júlí 2005. Hlutverk talsmannsins er ekki að fjalla um málefni einstaklinga, heldur benda á það sem hægt er að gera betur. Gísli Tryggvason, sem gegnt hefur embættinu frá upphafi, kveðst samt sem áður hafa fengið ábendingar um allmörg mál vegna vanefnda í húsnæðiskaupum. Þess vegna hafi hann ákveðið að gera …

Allt virðist leyfilegt

Rætt við kaupanda íbúðar sem hefur staðið í fimm ára baráttu til að fá það sem greitt hefur verið fyrir, baráttu sem enn sér ekki fyrir endann á   Á bakvið hvert mál sem kemur til umfjöllunar hjá Neytendasamtökunum, Húseigendafélaginu og dómstólum er oft löng og erfið raunasaga. Það er mikið á einstaklinga og fjölskyldur lagt sem þurfa að leita …

Margs að gæta í byggingum og fasteignaviðskiptum

Undanfarna mánuði og misseri hefur verið allnokkur umræða um óvönduð vinnubrögð í byggingariðnaði á Íslandi. Ýmsir eru þeirrar skoðunar að sú þensla sem verið hefur í þjóðfélaginu hafi aukið enn á þennan vanda og gert hann djúpstæðari. Byggingarverktakar hafa margir hverjir fjölda verkefna og takmarkaðan tíma til að ljúka þeim, eða vilja ljúka þeim sem fyrst til að geta hafist …