Vinnan er ekki alltaf mannsæmandi

  Fróðlegar umræður á þingi IN um þróun hinnar alþjóðlegu verkalýðshreyfingar, ögranir alþjóðavæðingarinnar og flótta iðnaðarframleiðslunnar til austurs    Um miðjan júní var haldið í Reykjavík fyrsta þing IN, eða „Industrianställda i Norden“ sem eru Samtök starfsfólks í norrænum iðnaði. Gestgjafar voru Samiðn og Starfsgreinasambandið en þingið sóttu yfir 70 fulltrúar frá 22 starfsgreina-félögum sem áður mynduðu Norræna málmiðnaðarsambandið og Norræna iðnaðarsambandið. …

Mikilvægt að við beitum okkur á evrópuvettvangi

  Rætt við Stefan Löfven formann IN – Industrian- ställda i Norden – sem eru heildarsamtök norræns iðnverkafólks.   Nordisk Forum kallast fundurinn sem haldinn var á Hótel Sögu um miðjan júní en þetta var í annað sinn sem slíkur fundur er haldinn á vegum nýstofnaðra samtaka sem kallast IN, sem stendur fyrir Industrianställda i Norden eða Samtök starfsfólks í norrænum iðnaði. …

Bygging tónlistarhúss er mikil áskorun

  Nú eru um 150 starfsmenn að störfum við að reisa nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Austurhöfnina. Annars eins hópur vinnur að hönnun en alls er gert ráð fyrir að 700–800 manns starfi við byggingu hússins þegar mest verður í upphafi árs 2009.                – Verkið hefur gengið vel,segir Sigurður Ragnarsson byggingarstjóri.   Þeir sem eiga leið um miðbæ …

Vantar víðtækari heimildir til að taka skussana úr umferð!

  – segir Magnús Sædal Svavarsson, byggingarfulltrúi í Reykjavík   Magnús Sædal Svavarsson, byggingarfulltrúi í Reykjavík, hefur tjáð sig opinberlega um að hann telji ekki nógu vel staðið að ýmsum þáttum sem varða eftirlit með byggingarframkvæmdum á Íslandi. Hann er þeirrar skoðunar að neytendur séu illa varðir fyrir óvönduðum vinnubrögðum og er langt frá því að vera sannfærður um að …

Það þarf að breyta viðhorfum og kúltúr

    – segir Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra   Eins og fram kom í síðasta tölublaði Samiðnarblaðsins lagði þáverandi um-hverfisráðherra fram nýtt frumvarp til mannvirkjalaga síðastliðið vor. Lítil sem engin umræða var um frumvarpið á þinginu, ráðherra mælti fyrir því og því var vísað til umfjöllunar í nefnd og lengra fór málið ekki. Skýringanna er ekki endi-lega að leita í málefnalegum …

Skoðanir skiptar um mannvirkjalagafrumvarp

  Í síðasta Samiðnarblaði var fjallað um stöðu íbúðarkaupenda gagnvart verktökum sem verða uppvísir að því að skila gallaðri húseign. Við röktum sögu konu sem sagði sínar farir ekki sléttar og sat uppi með stóran fjárhagslegan skaða, auk ómældra óþæginda. Þá var rætt við talsmann neyt-enda, lögfræðing Neytendasamtakanna og framkvæmdastjóra Húseigendafélagsins. Almennt má draga þá almennu niðurstöðu af þessum samtölum …

Plastbátarnir framtíðin?

  – Við finnum fyrir samdrætti eins og aðrir sem tengdir eru sjávarútvegi. Útgerðarmenn halda að sér höndum í viðhaldi skipa og samdráttur í aflaheimild-um veldur því einnig að skipunum fækkar, sem leiðir sjálfkrafa til færri verkefna fyrir okkur sem þjónust-um útgerðina, segir Logi Halldórsson, einn af starfsmönnum Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur þegar blaðamaður Samiðnarblaðsins heimsótti hann og vinnufélaga hans nýverið. Skipasmíðastöð …

Róttækar tillögur um breytingar á veikinda-, slysa- og örorkurétti launafólks

  Haustið 2006 ákvað miðstjórn Alþýðusambands Íslands að hefja könnunarviðræður við Samtök atvinnulífsins um forsendur hugsanlegrar endurskoðunar á fyrirkomulagi veikinda-, slysa- og örorku-réttinda félagsmanna innan ASÍ. Forsögu málsins má rekja til fundahalda forystu ASÍ, landssambandanna og einstakra félaga með forsvarsmönnum SA, þar sem fram komu breyttar áherslur atvinnurekenda gagnvart fyrirkomulagi veikindaréttar og starfsemi og hlutverki sjúkrasjóðanna. Miðstjórnin ákvað að fela …

Horfur í aðdraganda kjarasamninga

  Ólafur Darri Andrason hagfræðingur ASÍ  skrifar   Kjarasamningar eru senn lausir og undirbúningur undir nýja samninga er kominn á skrið. Við stöndum því á vissum tímamótum. Ef við lítum í baksýnis-      spegilinn þá hefur verið mikill gangur í efnahagslífinu á liðnum árum. Við höfum búið við góðan hagvöxt en honum hefur þó fylgt ójafnvægi með hárri verðbólgu, gengissveiflum, miklum …

Verðum að treysta því að þjóðarskútunni sé stýrt af einhverju viti

  Finnbjörn Hermannsson formaður Samiðnar segir kaupmáttaraukningu meginstefið í kröfugerð Samiðnar – Það kemur skýrt fram í okkar kröfugerð, sem við kynntum atvinnurekendum fyrir skemmstu, að við leggjum höfuðáherslu á almennar launahækkarnir með það fyrir augum að tryggja aukinn kaupmátt okkar félagsmanna. Auk þessarar meginkröfu okkar erum við með langan lista yfir ýmis mál sem við viljum ræða við atvinnurekendur …