Róttækar tillögur um breytingar á veikinda-, slysa- og örorkurétti launafólks

 

Haustið 2006 ákvað miðstjórn Alþýðusambands Íslands að hefja könnunarviðræður við Samtök atvinnulífsins um forsendur hugsanlegrar endurskoðunar á fyrirkomulagi veikinda-, slysa- og örorku-réttinda félagsmanna innan ASÍ. Forsögu málsins má rekja til fundahalda forystu ASÍ, landssambandanna og einstakra félaga með forsvarsmönnum SA, þar sem fram komu breyttar áherslur atvinnurekenda gagnvart fyrirkomulagi veikindaréttar og starfsemi og hlutverki sjúkrasjóðanna. Miðstjórnin ákvað að fela Lífeyrisnefnd ASÍ að fara í þessar viðræður. 
 
Viðræðunefndin setti sér skýr markmið í viðræðunum, í samráði við miðstjórn og landssamböndin. Þar kom meðal annars fram að meginmarkmiðið væri að bæta lífsgæði fólks sem missir starfsorku vegna   veikinda eða slysa og tryggja því raunhæfa möguleika til endurkomu á vinnumarkað. Þetta skyldi gera með því að skapa skýran og samfelldan rétt til afkomutryggingar meðan á veikindum stendur og einfalda alla umsýslu vegna þessa. Annað lykilatriði í markmiðum var að efla endurhæfingar-úrræði og fjölga þeim. Þar er einkum átt við aukna möguleika á starfsendurhæfingu. Í því sambandi verði greiðsluþátttaka ríkissjóðs skilgreind og tryggð. Þriðja markmiðið var að fyrirkomulaginu skyldi ætlað að fela í sér jöfnun á grunnréttindum félagsmanna og þar á meðal jöfnun greiðslubyrðarinnar sem þeim fylgja. Í fjórða lagi var það skilgreint markmið iðræðunefndarinnar að betri og skýrari afkomu trygging, auk árangursríkrar endurhæfingar, skyldi draga úr kostnaði lífeyrissjóðanna vegna örorku og tryggja þannig betur eftirlaunaréttindi félagsmanna. Fimmta meginmarkmiðið snýr að hlutverki sjúkrasjóðanna. Lögð er áhersla á að hlutverk þeirra verði eflt í tengslum við nýtt fyrirkomulag, meðal annars þannig að þeir taki að sér einstaklingsbundna þjónustu við þá sem þurfa á endurhæfingu að halda. 
 
Meginútlínurnar
 
Í viðræðum við Samtök atvinnulífsins var lögð áhersla á að byrja á því að draga upp meginútlínur nýs fyrirkomulags sem kynnt var í mars í vor. Aðilar voru til dæmis sammála um að breytingar á umgjörð veik-
inda-, slysa- og örorkuréttar yrði að byggja á samblandi skýrra ákvæða í kjarasamningum og síðan gerð þjónustusamninga um nánari framkvæmd þjónustunnar. Jafnframt var gert ráð fyrir stofnun sérstaks tryggingasjóðs um dagpeninga- og endurhæfingarréttinn og að ASÍ og SA sameinuðust um að þróa og byggja upp þekkingu á því hvað skilvirk starfsendur-hæfing er, líkt og samtökin hafa gert í fullorðinsfræðslu með rekstri Fræðslu-miðstöðvar atvinnulífsins.
Litið var á þessar grunnlínur sem fyrsta áfanga í þessu verkefni. Í næsta áfanga, sem kynntur var í september, var síðan fjallað um nánari skilgreiningu á þeim réttindum sem félagsmenn nytu í hinu nýja kerfi. Þar var grunnhugsunin sú að réttindi aukist frá því sem nú er og ávinnslutími styttist. Auk þess er gert ráð fyrir að rétturinn til að flytja með sér réttindi á milli atvinnurekenda verði rýmkaður. Í þeim tilvikum að hópar launafólks hafi betri umsamin réttindi en þessi almennu réttindi verður það sjálfstætt viðfangsefni kjarasamninga að tryggja að þau réttindi rýrni ekki. Í þessari vinnu hafa meðal annars verið hafðir til hliðsjónar útreikningar sem Talnakönnun ehf. vann fyrir viðræðuhópana.
Ljóst er að ganga þarf frá ýmsum formlegum þáttum málsins ef til þessa nýja réttindakerfis kemur, vegna hugsanlegra breytinga á lögum og reglum, auk atriða sem snúa að fjármögnun. Gott samráð hefur verið við ríkisstjórnir, bæði núverandi og fyrrverandi, vegna þessa máls. Að einhverju leyti hefur verið unnið að þessum áföngum samhliða, þótt litið sé á hvern fyrir sig sem sjálfstætt skref, einkum til einföldunar. 
 
Nýtt réttindakerfi
 
Í nýju réttindakerfi sem kynnt var í september er gert ráð fyrir því að greiðsla launa frá atvinnurekanda í veikinda- og slysatilfellum verði tveir mánuðir. Miðað er við að launamaðurinn haldi föstum og reglubundnum launum á þessum tíma, þ.e. grunnlaunum fyrir dagvinnu, að meðtöld-um öllum reglubundnum greiðslum, svo sem reglubundinni yfirvinnu, vaktaálagi, bónus og þess háttar. Launamaðurinn ávinnur sér þennan rétt fyrsta árið á vinnumarkaði, 2 daga fyrir hvern unninn mánuð, og rétturinn verði tveir mánuðir eftir 1 árs starf. Forfallist hann af völdum slyss við vinnu eða á leið til vinnu, eða veikist af atvinnusjúkdómi, á hann rétt á launum í tvo mánuði, óháð lengd á vinnumarkaði. Eftir fyrsta árið á vinnumarkaði flyst rétturinn óskertur milli atvinnurek-enda í stað þess að launamaðurinn byrji alltaf upp á nýtt að ávinna sér réttindi hjá nýjum atvinnurekanda.
Sé launamaðurinn enn óvinnufær eftir þessa tvo mánuði, tekur við réttur til greiðslna hjá nýjum Áfallatryggingasjóði. Gert er ráð fyrir því að þessi grunnréttur verði 60% af meðaltekjum síðustu 6 mánaða. Þessi réttur getur að viðbættum réttinum frá atvinnurekanda varað í allt að fimm ár, þó þannig að eftir fyrstu 12 mánuðina í veikindum komi inn ákveðin lágmarksréttur, gólf, sem miðist við dagvinnutekjutryggingu samkvæmt kjara- samningum, og er stefnt að því að það verði hið minnsta 150.000 krónur á mánuði. 
 
Endurhæfing lykilatriði
 
Gengið er út frá því að lágmarksveikindaréttur hjá sjúkrasjóðunum verði bundinn í kjarasamningi. Miðað er við að viðbótarréttur fyrstu 10 mánuði eftir að greiðslum frá atvinnurekanda lýkur verði 30% af tekjum síðustu 6 mánaða og komi til viðbótar grunnréttindum Áfalla-tryggingarsjóðs. Næstu 24 mánuði þar á eftir verða viðbótarréttindin 20% og loks 10% næstu 24 mánuði. 
Þessi útfærsla réttinda eykur verulega réttindi félagsmanna innan ASÍ til greiðslu launa og bóta vegna veikinda-, slysa- og örorku. Á fyrsta ári má ætla að þessi aukning verði 16–25% eftir landssamböndum og allt að 44% á öðru og þriðja ári. Lág-marksréttindi hækka um allt að 35%.
Í allri þessari vinnu er lögð mikil áhersla á endurhæfingu sem miði að því gera viðkomandi mögulegt að verða aftur þátttakandi á vinnumarkaði, sé þess nokkur kostur. Mikil vinna er framundan við að skilgreina með hvaða hætti þessu verður best fyrir komið, hvað af núverandi kerfi er hægt að nýta áfram í þessum tilgangi og hverju þarf að bæta við. Miðað er við að þeir sem lenda í alvarlegum veik-
indum fái þjónustufulltrúa sem aðstoði fólk við að sækja réttindi sín, bæði dagpeninga og að kalla saman ráðgjafateymi til að skilgreina endurhæfingaráætlun og finna síðan viðeigandi endurhæfingarúrræði.
Verði þessar hugmyndir að veruleika breytist réttarstaða launafólks umtalsvert.   Réttur til launa eða bóta eykst frá því sem nú er, ekki síst fyrsta árið, en einnig þar sem um er að ræða enn lengri veikindi eða örorku.
 
Yfirlit yfir nýtt kerfi
 
Veikinda-, slysa- og örorkuréttinda á almennum markaði
1. Réttur til greiðslu fastra launa hjá atvinnurekenda í tvo mánuði eftir árs starf (dagvinna, föst yfirvinna, bónus og aðrar afkastahvetjandi greiðslur og vaktaálög), staðgengilsregla haldi sér þar sem hefð er
2. Réttur færist að fullu milli atvinnurekenda eftir 1. ár óháð grein
3. Full réttindi ef um slys er að ræða
4. Sjúkrasjóður annist alla umsýslu og samskipti við þann sem veikist
a. Áfallatryggingasjóður greiðir laun þjónustufulltrúa
b. Áfallatryggingasjóður greiðir laun sérfræðinga greiningarteymis
c. Áfallatryggingasjóður greiðir kostnað vegna endurhæfingar
5. Réttur til greiðslu 60% af meðaltekjum síðustu 6 mánaða frá Áfallatryggingasjóði í allt að 5 ár eftir að greiðsluskyldu atvinnurekenda lýkur
a. 150.000 kr. lágmarksbætur eftir 12 mánuði
6. Réttur félagsmanna stéttarfélaga til greiðslu uppbóta til viðbótar við grunnbætur frá sínum sjúkrasjóði eftir að greiðsluskyldu atvinnurekenda lýkur
a. 30% viðbótarréttindi fyrstu 10 mánuðina
b. 20% viðbótarréttindi næstu 24 mánuði
c. 10% viðbótarréttindi næstu 24 mánuði
7. Ný iðgjöld til að fjármagna þessi réttindi verða lögð á atvinnurekendur:
a. Nýtt 2,13% iðgjald í Áfallatryggingasjóð þar sem greitt yrði af öllum á
    vinnumarkaði
b. Iðgjald atvinnurekenda í sjúkrasjóð hækki í 1,25% sem greitt er af launum 
    félagsmanna
8. Kostnaður af nýju kerfi heldur lægri en af núverandi kerfi:
a. 0,5% af mótframlagi atvinnurekenda í lífeyrissjóði færist til að byrja með í Áfallatryggingasjóð (en kostnaður þeirra lækkar mun meira að meðaltali – þýðir aukið svigrúm lífeyrissjóðanna til greiðslu eftirlauna) og staðan metin eftir 3 ár.
b. 1,13% tryggingargjald atvinnurekenda færist í Áfallatryggingasjóð