Nýr kjarasamningur við Meistarasamband byggingamanna

Samiðn fyrir hönd aðildarfélaga undirritaði í dag nýjan kjarasamning við Meistarasamband byggingamanna og er þetta þriðji kjarasamningurinn sem undirritaður er í þessari viku, en þegar er búið að undirrita kjarasamninga við Bílgreinasambandið og Samband garðyrkjubænda auk samningsins við Samtök atvinnulífsins sem undirritaður var 16.feb. sl..  Gildistími samningsins er frá 1.febrúar. Sjá samning Meistarasambands byggingamanna.

Nýr kjarasamningur við Samband garðyrkjubænda

Í dag var undirritaður nýr kjarasamningar við Samband garðyrkjubænda sem er á svipuðum nótum og aðrir almennir kjarasamningar sem undirritaðir hafa verið af Samiðn fyrir hönd aðildarfélaga.  Samningurinn fer nú í kynningarferli og atkvæðagreiðslu hjá þeim félögum sem hlut eiga að máli og á niðurstaðan að liggja fyrir eigi síðar en 10.mars líkt og á við um kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins …

Reiknivél vegna launaþróunartryggingar

Vegna nýgerðra kjarasamninga á almennum markaði hefur nú verið sett upp reiknivél á vefnum sem hjálpar félagsmönnum að átta sig á því hvort s.k. launaþróunartrygging leiðir til hækkunar launa.  Athygli er vakin á því að launaþróunartryggingin gildir einungis um þá sem ekki eru á lágmarkstöxtum en nýju taxtana má sjá hér. Sækja reiknivél.

Nýr kjarasamningur við Bílgreinasambandið

Í dag var skrifað undir nýjan kjarasamning við Bílgreinasambandið og er hann á svipuðum nótum og kjarasamningurinn sem undirritaður var við SA um síðustu helgi.  Í nýja samningnum má það helst telja að dögum til endurmenntunar á launum er fjölgað, endurmenntunargjaldið verður 0,7% og umtalsverðar breytingar verða í ávinnslu orlofsréttar. Sjá samninginn í heild hér.  Sækja reiknivél sem reiknar út launaþróunartrygginguna m.v. …

Nýr samningur SA kynning

Sækja kynningu á samningnum hér. Sækja kynningarbréf hér. Sækja launatöflur hér. Sækja reiknivél hér.

Nýr kjarasamningur við Samtök atvinnulífsins

Nýr kjarasamningur var undirritaður í gærkvöldi á milli Samiðnar og SA og annarra samstarfsaðila í ASÍ með gildistíma til þriggja ára með endurskoðunarákvæði.  Launaþróunartrygging Megin uppistaðan í samningnum er 5,5% launaþróunartrygging sem gildir frá 1.febrúar 2008, 3,5% launaþróunartrygging 1.mars á næsta ári og 2,5% almenn hækkun 1.janúar árið 2010. Launaþróunartrygging felur í sér að tímabilið frá 2.jan. 2007 til 1.feb. …

Yfirlýsing ASÍ vegna kjaraviðræðna

Við það er miðað að kjarasamningar gildi til nóvemberloka ársins 2010 og feli í sér hækkun almennra launataxta um kr. 18.000 við undirskrift, kr. 13.500 árið 2009 og kr. 6.500 árið 2010 og að launataxtar iðnaðarmanna hækki um kr. 21.000 við undirskrift, kr. 17.500 árið 2009 og kr. 10.500 árið 2010. Við það er miðað að nýjar launatöflur taki gildi …